Ljúffengt og hollt kjúklinga-bix

Girnilegar þessar kjúklingabringur og ótrúlega einfalt er að útbúa þennan …
Girnilegar þessar kjúklingabringur og ótrúlega einfalt er að útbúa þennan rétt. Ljósmynd/Heiðrún

Langar ykkur í ljúffengan og hollan kjúklingarétt? Þá er þessi málið. Þessi uppskrift er alveg frábær, kjúklingnum er velt upp úr jógúrti og Weetabix og hann bakaður inni í ofni. Síðan er upplagt að bera hann fram með fersku salati að eigin vali. Þetta gerist ekki einfaldara, hráefnalistinn er stuttur og innkaupin hagkvæm fyrir budduna.

Kjúklinga-bix

  • 1 ½ Weetabix
  • 1 msk. grísk jógúrt
  • 2 kjúklingabringur
  • 25 g brauðraspur
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Salat að eigin vali 

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 220°C hita.
  2. Setið jógúrtið í skál og veltið kjúklingnum vel upp úr því.
  3. Blandið raspinum og Weetabix saman í skál og kryddið eftir smekk.
  4. Veltið kjúklingnum upp úr blöndunni.
  5. Setið kjúklinginn í eldfast mót og bakið í um 25 mínútur þar til hann er eldaður.
  6. Hægt er að fylla bringurnar með spínati, hnetum og fetaosti á tyllidögum.
  7. Borið fram með fersku salati að eigin vali.
  8. Njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert