Vantar þig uppskriftir fyrir þakkargjörðarmáltíðina?

Kalkún er hátíðarmatur og er orðinn vinsæll á borðum landsmanna …
Kalkún er hátíðarmatur og er orðinn vinsæll á borðum landsmanna um jól og áramót. Fram undan er þakkargjörðin og hér á landi eru sumir sem bjóða í þakkargjörðarhátíðarboð.

Hér er að finna nokkrar uppskriftir að því hvernig skal matreiða kalkún og uppskriftum að fyllingum með ýmsum útfærslum. Uppskriftirnar geta eflaust gefið ykkur hugmyndir fyrir matargerðina ef ykkur langar að taka þátt í hinum ameríska sið og halda upp á þakkargjörðina sem er fram undan. Þakkargjörðin sem er að amerískri fyrirmynd er haldin hátíðleg næsta fimmtudag, þann 23. nóvember næstkomandi. Nóg er til af fallegum kalkúnum í matvöruverslunum landsmanna þessa dagana sem og kalkúnabringum og -skipum ef ykkur langar að njóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert