Sjáðu Helgu Möggu matreiða kalkúnaskip

Helga Magga töfrar fram þakkargjörðarmáltíð á einfaldan og fljótlegan máta.
Helga Magga töfrar fram þakkargjörðarmáltíð á einfaldan og fljótlegan máta. Samsett mynd

Þakkargjörðarhátíðin er á morgun, fimmtudaginn 23. nóvember og þá eru margir sem vilja gera sér glaðan dag sem halda í amerískar hefðir. Helga Magga heilsumarkþjálfi er ein þeirra sem heldur upp á daginn og deildi með fylgjendum sínum á Instagram hvernig hún töfrar fram girnilega þakkargjörðarmáltíð á einfaldan máta.

Það er svo einfalt að matreiða smjörsprautaða kalkúnaskipið frá Hagkaup en hér sýni ég hvernig ég útbý kalkún á einfaldan og fljótlegan hátt. Ég keypti tilbúna fyllingu í Hagkaup og síðan sýni ég hvernig þú útbýrð góða sósu með,“ segir Helga Magga. Einnig deilir Helga Magga með fylgjendum uppskrift að sætkartöflumús.

Sætkartöflumús

  • 1 stór sæt kartafla
  • 50 g rjómaostur
  • 2-3 msk. púðursykur
  • 1 tsk. múskat
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gufusjóða stóra sæta kartöflu, skorna í nokkra bita í um það bil 25 mínútur.
  2. Látið kartöfluna kólna örlítið og bland síðan saman við hana rjómaosti, púðursykri, múskati og salti.
  3. Hrærið vel saman þar til músin verður mjúk með fallegri áferð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert