Bestu laufabrauðin – leyniuppskriftin frá Húsó

Séð frá vinstri, Saga Guðrún, María Sif, Ásdís Eva og …
Séð frá vinstri, Saga Guðrún, María Sif, Ásdís Eva og Eyrún Ósk skemmta sér vel við útskurðinn og gleðin er í fyrirrúmi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Nú styttist óðum í aðventuna og jólin eru skammt undan og undirbúningurinn kominn á fullt víða. Nemendurnir í Hússtjórnarskólanum stóðu í stórræðum í vikunni og gerðu laufabrauð frá grunni sem þykja þau allra bestu. Fyrst var deigið gert og geymt til næsta dags, síðan var farið í baksturinn, útskurðinn og loks steikinguna. Ilmurinn frá Hússtjórnarskólanum lokkaði alla íbúana á Sólvallagötu og nærliggjandi götum.

Laufabrauðsbakstur skemmtileg samverustund

Marta María Arnarsdóttir skólameistari, var svo dásamlega að deila leyniuppskriftinni með lesendum Matarvefsins svo nú er ekkert fyrirstöðu að hefja laufabrauðsbaksturinn. Hægt er að gera skemmtilega samverustund með stórfjölskyldunni í aðventunni og baka saman laufabrauð og skera út. Laufabrauðin njóta mikilla vinsælda á íslenskum heimilum og bragðast ávallt rosalega vel. Sérstaklega með hangikjöti og síðan er hægt að leika sér með þau og setja á þau reykta lax með piparrótarsósu, hangikjöt-tartar, baunasalat svo fátt sé nefnt.

Myndefnið hér fyrir neðan sýnir skref fyrir skref eftir að deigið er tilbúið.

Sjáið þessa dýrð og þetta eru sögð bestu laufabrauðin þótt …
Sjáið þessa dýrð og þetta eru sögð bestu laufabrauðin þótt víða væri leitað. mbl.is/Arnþór Birkisson

Laufabrauð

(Uppskriftin dugar í u.þ.b. 25-30 kökur)

  • 750 g hveiti
  • ¾ tsk. salt
  • 1 ½ msk. sykur
  • 1/8 tsk. hjartarsalt
  • 1/8 tsk. lyftiduft
  • 50 g smjörlíki
  • U.þ.b. 5 dl mjólk

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál (hrærivél).
  2. Bræðið smjörlíkið í potti og hellið mjólkinni út í og hitið að suðu. Kælið blönduna svo hún verði rétt ylvolg og hellið þá saman við þurrefnin og hrærið vel saman í hrærivélinni.
  3. Deigið á að vera passlega mjúkt.
  4. Hnoðið aðeins á borði og skiptið deiginu í 2-3 lengjur.
  5. Geymið lengjurnar í plasti til næsta dags eða í einhverja klukkutíma, þá verður auðveldara að breiða deigið út í mjög þunnar kökur.
  6. Gott er að miða við að hver kaka sé u.þ.b. 40-45 grömm.
  7. Hvolfið diski eða skál ofan á útflattar kökurnar og skerið með fram með kleinuhjóli eða hníf svo þær verði fagurlega mótaðar. Gott er að láta eldhúspappír á milli kaka (5-10 í bunka) eða leggið á milli tveggja dúka.
  8. Skerið út falleg mynstur í kökurnar með vasahníf eða útskurðarjárni og flettið.
  9. Steikið upp úr heitri Palmín-fitu eða annarri djúpsteikingarfitu.

Steiking á laufabrauði

  1. Steikt upp úr Palmín-fitu eða annarri djúpsteikingarfitu að eigin vali.
  2. Notið víðan og góðan pott eða djúpsteikingarpott.
  3. Lesið vel leiðbeiningar á pakkningunni og blandið ekki saman fitutegundum.
  4. Passið að ofhita fituna ekki og meðhöndla hana af virðingu.
  5. Yfirleitt er ráðlagt að bræða fituna við lágan hita og hækka ekki fyrr en hún er alveg bráðnuð.
  6. Æskilegur steikingarhiti á fitu er yfirleitt 160-180°C. (Tólg hitnar í 200°C).
  7. Gott er að nota fiskspaða og gaffal við steikingu á laufabrauði, eða þá tvo gaffla.
  8. Byrjið að steikja afskorninga (afgangsræmur) til prufu til að finna rétta hitann á fitunni. Þegar fitan er passlega heit, byrjið þá að steikja kökurnar hverja á eftir annarri.
  9. Leggið köku í pottinn með flettihliðina niður, snúið henni örsnöggt við og færið því næst upp.
  10. Látið leka af henni á eldhúspappír og leggið svo strax á pappír með flettihliðina niður, setjið einnig pappír ofan á kökuna og pressið létt með passlegu pottloki eða laufabrauðspressu/hlemm ef það er til á heimilinu.
  11. Látið kökurnar kólna á eldhúspappír á eldhúsbekknum.
  12. Raðið síðan í bauk eða pappakassa og geymið til jóla.
  13. Steikið að lokum alla afskorninganna og njótið þess að borða þá á eftir.
  14. Berið fram með smjöri eða jafnvel strásykri.
  15. Eða setjið laufabrauðin í hátíðarbúning eins og ykkur langar til.
Þegar búið er að skera kökurnar með fram með kleinuhjóli …
Þegar búið er að skera kökurnar með fram með kleinuhjóli eða hníf þannig að þær verði fagurlega mótaðar er gott er að láta eldhúspappír á milli kaka (5-10 í bunka) eða leggið á milli tveggja dúka. mbl.is/Arnþór Birkisson
Hér eru kökurnar settar á mili tveggja dúka.
Hér eru kökurnar settar á mili tveggja dúka. mbl.is/Arnþór Birkisson
Næsta skref er síðan að skera út falleg mynstur í …
Næsta skref er síðan að skera út falleg mynstur í kökurnar með vasahníf eða útskurðarjárni og flett. Þannig verður þetta mynstur til. mbl.is/Arnþór Birkisson
Nemendurnir í Hússtjórnarskólanum nutu sín við skrautskurðinn.
Nemendurnir í Hússtjórnarskólanum nutu sín við skrautskurðinn. mbl.is/Arnþór Birkisson
Takið eftir þessum fallega fléttuskurði, kemur skemmtilega út.
Takið eftir þessum fallega fléttuskurði, kemur skemmtilega út. mbl.is/Arnþór Birkisson
Einbeitningin er mikil hjá Steinunni Lóu og Andreu Dulaney.
Einbeitningin er mikil hjá Steinunni Lóu og Andreu Dulaney. mbl.is/Arnþór Birkisson
Síðan eru kökurnar steiktar upp úr heitri Palmín-fitu eða annarri …
Síðan eru kökurnar steiktar upp úr heitri Palmín-fitu eða annarri djúpsteikingarfitu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Gott er að nota fiskspaða og gaffal við steikingu á …
Gott er að nota fiskspaða og gaffal við steikingu á laufabrauði, eða þá tvo gaffla. mbl.is/Arnþór Birkisson
Látið leka af kökuna á eldhúspappír og leggið svo strax …
Látið leka af kökuna á eldhúspappír og leggið svo strax á pappír með flettihliðina niður, setjið einnig pappír ofan á kökuna og pressið létt með passlegu pottloki eða laufabrauðspressu/hlemm ef það er til á heimilinu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Látið kökurnar kólna á eldhúspappír á eldhúsbekknum og raðið síðan …
Látið kökurnar kólna á eldhúspappír á eldhúsbekknum og raðið síðan á þurran stað. mbl.is/Arnþór Birkisson
Kristín Lára að undirbúa næstu skref.
Kristín Lára að undirbúa næstu skref. mbl.is/Arnþór Birkisson
Raðið laufabrauðunum síðan í bauk eða pappakassa og geymið til …
Raðið laufabrauðunum síðan í bauk eða pappakassa og geymið til jóla. mbl.is/Arnþór Birkisson
Steikið að lokum alla afskorninganna og njótið þess að borða …
Steikið að lokum alla afskorninganna og njótið þess að borða þá á eftir. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert