Þessar dásamlegu fallegu og ljúfu smákökur koma úr smiðju Önnu Bjarkar Eðvaldsdóttur, formanns Hringsins, en hún heldur jafnframt úti matarbloggi og má sjá síðuna hennar hér. Þessar kökur eru einstaklega flottar, líta út eins og litlir sætir snjóboltar og bera nafn með rentu. Smjörið og valhneturnar eru í aðalhlutverk í þessum fögru fannhvítu molum. Kökurnar eru einfaldar og svo sannarlega þess virði að baka og njóta um aðventuna sem óðum styttist í.
Snjóboltar
30 stk.
- 230 g smjör, við stofuhita
- 100 g flórsykur + meira til að strá yfir kökurnar í lokin
- 2 tsk. vanilludropar
- 300 g hveiti
- 100 g léttristaðar valhnetur, fínsaxaðar
- ½ tsk. salt
Aðferð:
- Byrjið á því að hita ofninn í 180°C.
- Steikið valhneturnar í ofninum í um það bil 10 mínútur, svo þær rétt taki lit.
- Takið hneturnar síðan úr ofninum, kælið og fínsaxið.
- Hækkið ofnhitann í 190°C.
- Setjið smjörið í hrærivélaskál og hrærið upp.
- Hellið vanilludropunum, salti og flórsykri út í og hrærið þar til blandan verður létt og ljós. Blandið söxuðu hnetunum út í og hrærið síðan hveitinu saman við.
- Skafið deigið niður af hliðunum á skálinni og blandið saman við deigið.
- Takið eina kúfaða teskeið af deigi og rúllið upp í kúlu í lófanum og setjið á pappírsklædda bökunarplötu með jöfnu millibili, þær stækka ekki mikið.
- Stingið plötunni í ofninn og bakið í 10-12 mínútur eða þar til þær eru orðnar ljósbrúnar á botninum.
- Á meðan kökurnar bakast setjið þá um það vil 100 grömm af flórsykri út í. Veltið kökunum upp úr flórsykrinum um leið og þær koma úr ofninum.
- Setjið á grind og látið kólna alveg.
- Kökurnar geymast vel í lokuðu boxi.
- Fallegt er að dusta auka flórsykri yfir þær áður en þið berið þær fram í skál.