Ítalska eplaedikið frá Ásu Regins rýkur út

Ása Regins og Emil Hallfreðsson eigendur Olifa voru að bæta …
Ása Regins og Emil Hallfreðsson eigendur Olifa voru að bæta nýrri vöru í vörulínuna sem er lífrænt, ósíað, hrátt, ógerilsneytt, 100% ítalskt eplaedik með móður sem rýkur út. Samsett mynd

Olifa var að bæta nýrri vöru í vörulínuna sem er lífrænt, ósíað, hrátt, ógerilsneytt, 100% ítalskt eplaedik með móður. Það er kannski ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að það rýkur gjörsamlega út og verslanir hafa ekki undan við að fylla á hillurnar.

Eftirspurn eftir góðu eplaediki

Við þekkjum svona móttökur vel frá því olían okkar kom fyrst á markað, en við sjáum það að eftirspurn eftir góðu eplaediki er einnig gríðarleg og hefur í raun farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Ása M. Regins en hún og eiginmaður hennar, Emil Hallfreðsson, eiga og reka fyrirtækið Olifa þar sem hágæða ítalskar sælkerarvörur eru í forgrunni. Þau flytja inn vörurnar frá Ítalíu og starfrækja líka veitingastaðinn Olifa La Madre Pizza við Suðurlandsbraut þar sem vörurnar þeirra eru einnig í forgrunni í öllu réttum sem þar eru boði. 

Þannig það eru ekki bara orkudrykkir og óhollusta sem fær svona viðbrögð heldur líka ein besta vara sem þú getur fengið fyrir meltinguna, blóðsykurinn og allt þar á milli. Vandað eplaedik með móður,“ segir Ása og er í skýjunum með viðtökurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert