Kannt þú að þeyta egg?

Það skiptir sköpum að hafa rétt hitastig á eggjunum áður …
Það skiptir sköpum að hafa rétt hitastig á eggjunum áður en þau eru þeytt. Unsplash/Jasmin Egger

Nú fer í hönd sá árstími sem margir leggja metnað sinn í bakstur og matargerð í frekari mæli. Gott er því að rifja upp góð ráð áður en farið er af stað í baksturinn. Þegar þeyta á egg ber að hafa í huga nokkur atriði sem skipta máli til að fá sem bestu útkomuna. Best er til að mynda að hafa egg við stofuhita þegar þau eru þeytt. Gott er því að taka eggin úr ísskápnum 15 mínútum fyrir þeytingu og leggja í volgt vatn. Eða vera ávallt með nokkur egg í skál á borðinu við glugga ef hann er til staðar. Þegar eggið er búið að standa í stofuhita í ákveðinn tíma er eggið tilbúið fyrir þeytingu en þegar á að skilja eggið og þeyta eggjahvítur vöndum við okkur enn frekar. 

Þegar þeyta á marens skiptir miklu máli að vanda til …
Þegar þeyta á marens skiptir miklu máli að vanda til verka og fara eftir ráðunum hér fyrir neðan. Unsplash/Sorin Gheorghita

Þegar þeyta á eggjahvítur, til dæmis í marens, er þetta skotheld leið: 

  • Hafið skál og spaða alveg hrein og þurr, arða af eggjarauðu eða smá vatnsdropi kemur í veg fyrir að hvíturnar þeytist. 
  • Gott ráð er að setja smáveg­s edik í eldhúspappír og strjúka innan úr skáli­nni og þeytaranum áður en hafist er handa.
  • Þeytið fyrst hvíturnar, bætið svo sykri hægt út í.
  • Bætið sykri í eggjahvíturnar hægt og rólega út í þegar nýta á þær í sæta rétti. Við það verða hvíturnar meðfærilegri.
  • Þeytið eggjahvítur rétt fyrir notkun, þær missa loft við geymslu. 
  • Þegar þið aðskiljið egg þarf að vanda til verka.
  • Sláið egginu við skarpa brún. 
  • Opnið eggið og veltið rauðunni varlega á milli skurnarhelmingana þannig að hvítan renni niður í skál.
  • Einnig er hægt að fjárfesta í eldhúsáhaldi, eggjaskilju, sem skilur eggið að og er frábært áhald að eiga í eldhúsinu.
Þessi eggjaskilja fæst í versluninni Kokku.
Þessi eggjaskilja fæst í versluninni Kokku.
Hér er önnur eggjaskila og fæst hún í Bakó Ísberg.
Hér er önnur eggjaskila og fæst hún í Bakó Ísberg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert