Eplaskífur með vanillu- og kaniljógúrti í hátíðarbúningi

Eplaskífur með vanillu- og kaniljógúrti í hátíðarbúning.
Eplaskífur með vanillu- og kaniljógúrti í hátíðarbúning. Ljósmynd/Jana

Þessar eplaskífur með hrærðri vanillu- og kaniljógúrt. Þetta er ótrúlega skemmtilegur og öðruvísi morgunverður í anda árstímans, enda styttist óðum í aðventuna. Það ver vel hægt að búa til deigið kvöldinu áður og skella síðan í skemmtilegan morgunverð fyrir alla fjölskylduna eða dúlla sér við þessa uppskrift um helgi og hafa með brönsinum. Uppskriftin kemur úr smiðju Kristjönu Steingrímsdóttur heilsumarkþjálfa, sem lesendur þekkja undir nafninu Jana og hægt er að fylgjast með henni á Instagram síðunni hér.

Eplaskífur með kanil

  • 3 epli
  • 100 g hveiti/ spelt/ haframjölshveiti
  • 1 egg
  • 50- 70 ml mjólk að eigin vali
  • ½  tsk. kanil duft
  • 2 msk. akasíhunang
  • Smá vanilla
  • 20 g kókosolía bragðlaus, til steikingar

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman nema kókosolíuna og hrærið vel saman.
  2. Kjarnhreinsið eplin og skerið í þunnar sneiðar.
  3. Hrærið svo eplasneiðunum í deigið og þekjið sneiðarnar vel vel
  4. Hitið kókosolíuna á pönnunni og steikið eplaskífurnar á miðlungs hita, steikið sneiðarnar á báðum hliðum, snúið sneiðunum við þegar deigið er orðið gullinbrúnt á lit. 

Vanillu-og kaniljógúrt

  • 2 bollar grísk jógúrt
  • ½ tsk. kanilduft
  • 2 msk. akasíhunang
  • ½  tsk. vanilla
  • Granateplafræ til skrauts ofan á

Aðferð:

  1. Hrærið öllu hráefninu vel saman.
  2. Berið jógúrtið fram með eplaskífunum og smá granateplafræjum eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert