Hjalti Vignisson ástríðukokkur, stofnandi og eigandi 2Guys eykur umsvif sín og bætir við tveimur nýjum stöðum, annars vegar í Vogum og hins vegar í Vesturbænum. Fyrir er einn staður á Laugavegi 105 í hjarta miðborgarinnar. Hjalti og meðeigendur hans Róbert Aron Magnússon og Andreas Petersson horfa björtum augum til framtíðarinnar í hamborgarabransanum en hamborgarastaðurinn þeirra, 2Guys, hefur slegið í gegn og borgararnir rjúka út.
Á næstum vikum mun 2 Guys opna í Gnoðarvogi 44 og á Ægissíðu 123 í Vesturbænum skammt frá KR vellinum og þá geta hamborgaraaðdáendur á þeim svæðum tekið gleði sína. Aðspurður segir Hjalti sérstöðu 2Guys vera mjög einfalda. Markmið mitt frá upphafi hefur ávallt verið að bjóða upp á allra bestu smassborgara sem völ er á, á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Viðurkenning Reykjavík Grapevine 2022 sem „Best newcomer“ í borgarasenunni og 2023 sem „Best burger of Reykjavík“ er vonandi partur af því markmiði og kveikti neistann enn frekara en hver veit svo hvað gerist 2024,“ segir Hjalti og hlær.
Þegar Hjalti er spurður hvort uppskriftin að hamborgaranum sé hernaðarleyndarmál segir hann svo ekki vera. „Við búum ekki yfir neinum leyndarmálum, allavega ekki mörgum. 2Guys var stofnað vegna ástríðu minnar á hamborgurum ásamt óbilandi trú eiginkonu minnar, Sigrúnar Örnu, að ég gæti þetta og eftir að hafa kynnst smassborgara í fullri alvöru árið 2016 í Svíþjóð. Þá var eins og dyr til himnanna, bragðlaukanna, hefðu opnast. Ég sökkti mér aðeins í smassborgarafræðin, horfði og las mikið og komst að því að á Íslandi var ekki hægt að nálgast svona gæði eins og erlendi. Hráefnin voru öll til staðar en einhvern veginn var útkoman ekki í samræmi við það. Einfaldleikinn er bestur eins og við segjum „less is more“. Ástríðan varð til vegna þess að ekkert var nægilega gott nema það væri fullkomið og ég vona að fólk finni það og meti. Ég hef sagt það frá byrjun að þú smakkar hvorki né borðar hamborgara á 2Guys, þú mætir og upplifir hann. Partur af þeirri upplifun er að ég gat pínu látið eins og staðirnir séu mínir „mancave“ þar sem ég get gert það sem ég vil, hvort sem það er í eldhúsinu eða útliti á staðnum. Þetta varð til þess að upplifunin þegar þú kemur er eins og fara til baka til níuna áratugarins. Ég hef alla tíð hlustað mikið á níunandi áratug hip hop og það er það fyrsta sem þú skynjar þegar þú mætir. Staðirnir eru hráir að innan sem gefa því pínu götumatar fíling, spilakassar í anda níunda áratugarins og plaköt og myndir af stjörnum hip hop-tímabilinu eru í forgrunni. Hamborgararnir bera allir nöfn tengt níunda áratugnum hip hop stjarna og „vibe-ið“er þannig að nostalgían grípur þig þéttings fast á meðan þú upplifir borgarana,“ segir Hjalti af innlifun.
„Það sem gerir borgarann að því sem hann er er einfaldlega samspil frábæra úrvalshráefna ásamt ríflegu magni af osti, nema barnaborgarinn, en borgarinn inniheldur fimm ostsneiðar sem gerir hann einstakan. Hjaltason Special sem er leyndardómsfulli borgarinn, „sectret menu“, og er ekki á matseðil heldur verður fólk að biðja sérstaklega um hann. Allar sósur eru lagaðar frá grunni innanhúss, við búum sjálf til kúlur úr kjötinu til að smassa það og ef eitthvað er keypt tilbúið, þá þarf það að standast okkar kröfur um gæði.“
Hjalti segir að eftirspurnin hafi kallað á að bæta við stöðum. „Frá því að við opnuðum dyrnar á Laugavegi hafa Íslendingar kvartað yfir því að þeir eigi enga leið niður í bæ, nema til að koma á 2Guys, og að aðgengi þar sé lélegt. Erfitt sá að fá bílastæði og umferðin hræðileg. Þar sem um skyndibita er að ræða og búandi við það á Íslandi þar sem það er leiðinlegt veður 9 níu mánuði ársins þá viljum við geta lagtfyrir utan, labbað inn, borða og notið innan við 30 mínútur. Þegar mér bauðst að opna í Gnoðarvogi og á Ægissíðu var einfaldlega ekki hægt að sleppa tækifærinu. Einnig var stór partur af því að opna i Gnoðarvogi sá að með tilkomu Wolt heimsendingarþjónustunnar að þá erum við að teygja dreifingarsvæði þess í hluta af Grafarvogi, Grafarholti, Norðlingaholti og í raun útlínu höfuðborgarsvæðisins allt upp í Garðabæ.“
Aðspurður segir Hjalti að planið hafi aldrei að opna fleiri staði. „Mig langaði bara að gefa fólki gott að borða. Það er ekkert í þessum heimi sem er meira fullnægjandi fyrir þann sem gefur þér að borða að heyra að þetta var besti tiltekni maturinn sem viðkomandi hefur smakkað, það drífur mann áfram. Þá trúir maður að maður sé að gera eitthvað rétt og hafi fundið sinn sína hillu í lífinu. Hins vegar þá er löngunin að geta gefið fleirum að borða á sama tíma líka sterk og þess vegna varið farið út í það að fjölga stöðunum, ganga úr skugga að sem flestir sem hafa áhuga á, fái að upplifa hamborgara á 2Guys. Hvað gerist svo eftir tvö, fimm, eða tíu ár er alveg óráðið. Ef staðirnir verða of margir of fljótt að þá sýnir reynslan okkur að gæðin fara niður á við og það er eitthvað sem ég mun aldrei sætta mig við. Stefna 2Guys er einföld, hamborgarinn sem þú pantar þér þarf að vera besti hamborgarinn sem þú upplifir þann daginn og næst þegar þú færð þér borgara, þá hugsir þú um hversu góður sá síðasti var og þig langi að upplifa hann aftur,“ segir Hjalt og leggur segist leggja metnað sinn í gæðin, það skipti sköpum.
„Við vonumst síðan bara eftir að sjá sem flesta á nýjum stöðum okkar í Gnoðarvogi og Ægissíðu þar sem hægt verður að fá frábæra borgara eða jafnvel fá sér einn kaldann og horfa á enska boltann eða körfubolta,“ segir Hjalti sem er orðinn afar spenntur fyrir komandi tímum.