2Guys á tveimur nýjum stöðum

Hamborgarabransinn heldur áfram að vaxa og 2Guys opnar í Vogunum …
Hamborgarabransinn heldur áfram að vaxa og 2Guys opnar í Vogunum og í Vesturbænum. Ástríðukokkurinn Hjalti Vignisson er stofnandi og eigandi staðarins og meðeigendur eru Róbert Aron Magnússon og Andreas Petersen. Samsett mynd

Hjalti Vign­isson ástríðukokk­ur, stofn­andi og eig­andi 2Guys eyk­ur um­svif sín og bæt­ir við tveim­ur nýj­um stöðum, ann­ars veg­ar í Vog­um og hins veg­ar í Vest­ur­bæn­um. Fyr­ir er einn staður á Lauga­vegi 105 í hjarta miðborg­ar­inn­ar. Hjalti og meðeig­end­ur hans Ró­bert Aron Magnús­son og Andreas Peters­son horfa björt­um aug­um til framtíðar­inn­ar í ham­borg­ara­brans­an­um en ham­borg­arastaður­inn þeirra, 2Guys, hef­ur slegið í gegn og borg­ar­arn­ir rjúka út.

Félagarnir standa í ströngu þessa dagana að setja upp nýju …
Fé­lag­arn­ir standa í ströngu þessa dag­ana að setja upp nýju staðina tvo, Andreas Peter­sen, Hjalti Vign­is­son og Ró­bert Aron Magnús­son. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Á næst­um vik­um mun 2 Guys opna í Gnoðar­vogi 44 og á Ægissíðu 123 í Vest­ur­bæn­um skammt frá KR vell­in­um og þá geta ham­borg­araaðdá­end­ur á þeim svæðum tekið gleði sína. Aðspurður seg­ir Hjalti sérstöðu 2Guys vera mjög einfalda. Markmið mitt frá upp­hafi hef­ur ávallt verið að bjóða upp á allra bestu smass­borg­ara sem völ er á, á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Viður­kenn­ing Reykja­vík Grapevine 2022 sem „Best newcomer í borg­ara­sen­unni og 2023 sem Best burger of Reykja­vík er von­andi part­ur af því mark­miði og kveikti neist­ann enn frek­ara en hver veit svo hvað ger­ist 2024,“ seg­ir Hjalti og hlær.

Girnilegir hamborgarar.
Girni­leg­ir ham­borg­ar­ar. Ljós­mynd/​Myriam Marti Gudmunds­dott­ir

Smakk­ar ekki né borðar – þú upp­lif­ir hann

Þegar Hjalti er spurður hvort upp­skrift­in að ham­borg­ar­an­um sé hernaðarleynd­ar­mál seg­ir hann svo ekki vera. „Við búum ekki yfir nein­um leynd­ar­mál­um, alla­vega ekki mörg­um. 2Guys var stofnað vegna ástríðu minn­ar á ham­borg­urum ásamt óbilandi trú eig­in­konu minn­ar, Sigrún­ar Örnu, að ég gæti þetta og eft­ir að hafa kynnst smass­borg­ara í fullri al­vöru árið 2016 í Svíþjóð.  Þá var eins og dyr til himnanna, bragðlauk­anna, hefðu opn­ast. Ég sökkti mér aðeins í smass­borg­ara­fræðin, horfði og las mikið og komst að því að á Íslandi var ekki hægt að nálg­ast svona gæði eins og er­lendi. Hrá­efn­in voru öll til staðar en ein­hvern veginn var út­kom­an ekki í sam­ræmi við það. Ein­fald­leik­inn er best­ur eins og við segj­um „less is more“. Ástríðan varð til vegna þess að ekk­ert var nægi­lega gott nema það væri full­komið og ég vona að fólk finni það og meti. Ég hef sagt það frá byrj­un að þú smakk­ar hvorki né borðar ham­borg­ara á 2Guys, þú mæt­ir og upp­lif­ir hann. Part­ur af þeirri upp­lif­un er að ég gat pínu látið eins og staðirn­ir séu mín­ir manca­ve þar sem ég get gert það sem ég vil, hvort sem það er í eld­hús­inu eða út­liti á staðnum. Þetta varð til þess að upp­lif­un­in þegar þú kem­ur er eins og fara til baka til ní­una ára­tug­ar­ins. Ég hef alla tíð hlustað mikið á ní­un­andi ára­tug hip hop og það er það fyrsta sem þú skynj­ar þegar þú mæt­ir. Staðirn­ir eru hrá­ir að inn­an sem gefa því pínu götumat­ar fíl­ing, spila­kass­ar í anda ní­unda ára­tug­ar­ins og plaköt og mynd­ir af stjörn­um hip hop-tíma­bil­inu eru í for­grunni. Ham­borg­ar­arn­ir bera all­ir nöfn tengt ní­unda ára­tugn­um hip hop stjarna og vibe-er þannig að nostal­g­í­an gríp­ur þig þétt­ings fast á meðan þú upp­lif­ir borg­ar­ana,“ seg­ir Hjalti af inn­lif­un.

Fimm ostsneiðar að njóta

Það sem ger­ir borg­ar­ann að því sem hann er er ein­fald­lega sam­spil frá­bæra úr­vals­hrá­efna ásamt ríf­legu magni af osti, nema barna­borg­ar­innen borg­ar­inn inni­held­ur fimm ostsneiðar sem ger­ir hann ein­stak­an. Hjalta­son Special sem er leynd­ar­dóms­fulli borg­arinn, „sectret menu“, og er ekki á mat­seðil held­ur verður fólk að biðja sér­stak­lega um hann. All­ar sós­ur eru lagaðar frá grunni inn­an­húss, við búum sjálf til kúl­ur úr kjöt­inu til að smassa það og ef eitt­hvað er keypt til­búið, þá þarf það að stand­ast okk­ar kröf­ur um gæði.

Eft­ir­spurn­in eft­ir fleiri stöðum til staðar

Hjalti seg­ir að eft­ir­spurn­in hafi kallað á að bæta við stöðum. „Frá því að við opnuðum dyrn­ar á Lauga­vegi hafa Íslend­ing­ar kvartað yfir því að þeir eigi enga leið niður í bæ, nema til að koma á 2Guys, og að aðgengi þar sé lé­legt. Erfitt sá að fá bíla­stæði og um­ferðin hræðileg. Þar sem um skyndi­bita er að ræða og bú­andi við það á Íslandi þar sem það er leiðin­legt veður 9 níu mánuði árs­ins þá vilj­um við geta lagtfyr­ir utan, labbað inn, borða og notið inn­an við 30 mín­útur. Þegar mér bauðst að opna í Gnoðar­vogi og á Ægissíðu var ein­fald­lega ekki hægt að sleppa tæki­fær­inu. Einnig var stór part­ur af því að opna i Gnoðar­vogi sá að með til­komu Wolt heimsend­ing­arþjón­ust­unn­ar að þá erum við að teygja dreif­ing­ar­svæði þess í hluta af Grafar­vogi, Grafar­holti, Norðlinga­holti og í raun út­línu höfuðborg­ar­svæðis­ins allt upp í Garðabæ.

Aðspurður seg­ir Hjalti að planið hafi aldrei að opna fleiri staði. „Mig langaði bara að gefa fólki gott að borða. Það er ekk­ert í þess­um heimi sem er meira full­nægj­andi fyr­ir þann sem gef­ur þér að borða að heyra að þetta var besti til­tekni mat­ur­inn sem viðkom­andi hef­ur smakkað, það dríf­ur mann áfram. Þá trú­ir maður að maður sé að gera eitt­hvað rétt og hafi fundið sinn sína hillu í líf­inu. Hins vegar þá er löng­un­in að geta gefið fleir­um að borða á sama tíma líka sterk og þess vegna varið farið út í það að fjölga stöðunum, ganga úr skugga að sem flest­ir sem hafa áhuga á, fái að upp­lifa ham­borg­ara á 2Guys. Hvað ger­ist svo eft­ir tvö, fimm, eða tíu ár er al­veg óráðið. Ef staðirn­ir verða of marg­ir of fljótt að þá sýn­ir reynsl­an okk­ur að gæðin fara niður á við og það er eitt­hvað sem ég mun aldrei sætta mig við. Stefna 2Guys er ein­föld, ham­borg­ar­inn sem þú pant­ar þér þarf að vera besti ham­borg­ar­inn sem þú upp­lif­ir þann daginn og næst þegar þú færð þér borg­ara, þá hugsir þú um hversu góður sá síðasti var og þig langi að upp­lifa hann aft­ur,“ seg­ir Hjalt og legg­ur seg­ist leggja metnað sinn í gæðin, það skipti sköp­um.

Við von­umst síðan bara eft­ir að sjá sem flesta á nýj­um stöðum okk­ar í Gnoðar­vogi og Ægissíðu þar sem hægt verður að fá frá­bæra borg­ara eða jafn­vel fá sér einn kald­ann og horfa á enska bolt­ann eða körfu­bolta,“ seg­ir Hjalti sem er orðinn afar spennt­ur fyr­ir kom­andi tím­um.

Stefna er að vera með besta smassborgarann á Íslandi og …
Stefna er að vera með besta smass­borg­ar­ann á Íslandi og þó að víða væri leitað. Ljós­mynd/​Myriam Marti Gudmunds­dott­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert