Heimsmeistaramót barþjóna hafið í Róm

Grétar Matthíasson barþjónn og keppandi á Heimsmeistaramóti barþjóna ásamt sendinefndinni …
Grétar Matthíasson barþjónn og keppandi á Heimsmeistaramóti barþjóna ásamt sendinefndinni frá Íslandi í Róm. Ljósmynd/Barþjónaklúbbur Íslands

Þessa dagana fer fram Heimsmeistaramót barþjóna í Róm á Ítalíu en það hófst í gær 28. nóvember stendur til 2. desember næstkomandi. Mótið var opnað með pomp og prakt og mikil fjöldi fylgist með enda spennandi keppni fram undan.

Keppt er í sex flokkum barmennsku

Fulltrúi Íslands á mótinu Grétar Matthíasson en hann hreppti Íslandsmeistaratitilinn fyrr á þessu ári. Keppir hann með drykkinn sinn Candied Lemonade sem er eftirréttadrykkur. Keppendurnir á mótinu koma frá 67 löndum og etja kappi en keppt er í sex flokkum barmennsku 

Flokkarnir eru eftirfarandi:

  • Before dinner cocktails
  • Sparkling cocktails
  • Long drink cocktails
  • Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en samt sem áður ekki óáfengir)
  • After dinner cocktails (flokkurinn sem Grétar keppir í).

Þrír efstu í þessum flokkum fara áfram í undanúrslit þar sem 15 keppa í lyktar- og bragð prófnum, skriflegu prófi og hraðkeppni. Þrír efstu komast síðan í úrslit þar sem er keppt í „Mystery basket“ og besti kokteillinn í þessari lokakeppni vinnur heimsmeistaratitilinn.

Grétar Matthíasson keppir í After dinner cocktails, flokknum en þar …
Grétar Matthíasson keppir í After dinner cocktails, flokknum en þar er keppt um besta eftirréttakokteilinn. Ljósmynd/Barþjónaklúbbur Íslands

Öflug sendinefnd frá Íslandi mætt til Rómar

Aldrei hafa jafn margir Íslendingar farið út að fylgjast með keppninni en 17 manna sendinefnd kemur frá Íslandi á keppnina. Eftirfarandi aðilar eru í sendinefndinni:

Grétar Matthíasson, Íslandsmeistarinn og keppandinn, Teitur R. Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands, Elna María Tómasdóttir varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands, Ivan Svanur Corvasce ritari Barþjónaklúbbs Íslands, Helgi Aron Ágústsson, stjórnarmaður í Barþjónaklúbb Íslands, Ómar Vilhelmsson, Rakel Pálsdóttir, Friðbjörn Pálsson, Árni Gunnarsson, Rósa Birgitta Ísfeld, Guðmann Einar Magnússon, Reginn Galdur Árnason, Ásthildur Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur Jóhanna Júlíusdóttir, Sævar Helgi Örnólfsson, Andrea Rós og María Corvasce Ivansdóttir. 

Spennandi verður að fylgjast með Grétari í keppninni í Róm og verða birtar fréttir frá keppninni hér á Matarvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert