Grétar komst áfram og keppir til úrslita

Glæsileg frammistaða hjá Grétari Matthíassyni á Heimsmeistaramóti barþjóna en hann …
Glæsileg frammistaða hjá Grétari Matthíassyni á Heimsmeistaramóti barþjóna en hann tryggði sér sæti í undanúrslitum í gær. Samsett mynd

Í gær fóru fram undanúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna og tryggði fulltrúi Íslands, Grétar Matthíasson, sér sæti í úrslitum. Fram undan hjá Grétari eru skriflegt þekkingarpróf, bragð- og lyktarpróf ásamt hraðaprófi þar sem hann þarf að framreiða fimm kokteila á sem skemmstum tíma.

Keppnin fer fram í Róm

Eins fram hefur komið í Matarvef mbl.is þá fer Heimsmeistaramót barþjóna fram í Róm á Ítalíu þessa dagana og hófst þann 28. nóvember og stendur til 2. desember næstkomandi. Það er 17 manna sendinefnd sem kemur frá Íslandi á keppnina og fulltrúi Íslands er Grétar Matthíasson en hann hreppti Íslandsmeistaratitilinn fyrr á þessu ári og vann sér um leið þátttökurétt í heimsmeistaramótið.

Keppt var í sex flokkum

Grétar keppti með drykkinn sinn Candied Lemonade í flokkinum um besta eftirréttakokteilinn en hann inniheldur:

  • Luxardo Limoncello
  • Grand Marnier
  • Ferskan sítrónusafa
  • Heimagert síróp úr Xanté

Á Heimsmeistaramóti barþjóna koma fram keppendur frá 67 löndum sem etja kappi, en keppt er í sex flokkum barmennsku:

  • Before dinner cocktails
  • Sparkling cocktails
  • Long drink cocktails
  • Low abv (kokteilar sem innihalda lágt innihald vínanda en eru samt sem áður ekki óáfengir)
  • After dinner cocktails (flokkurinn sem Grétar keppti í og tryggði sér sæti í undanúrslitum)
Grétar bak við barinn þar sem honum líður best við …
Grétar bak við barinn þar sem honum líður best við að töfra fram eftirréttakokteilinn sinn Candied Lemonade. Ljósmynd/Barþjónaklúbbur Íslands

Þrír efstu keppa til úrslita

Þrír efstu í þessum flokkum fara áfram í undanúrslit þar sem 15 keppa í lyktar- og bragðprófum, skriflegu prófi og hraðkeppni. Þrír efstu komast síðan í úrslit þar sem er keppt í „Mystery basket“ og besti kokteillinn í þessari lokakeppni vinnur heimsmeistaratitilinn.

Gleðin var við völd þegar niðurstöðurnar voru kynntar.
Gleðin var við völd þegar niðurstöðurnar voru kynntar. Ljósmynd/Barþjónaklúbbur Íslands
Kokteillinn hans Grétars töfraði dómnefndina upp úr skónum.
Kokteillinn hans Grétars töfraði dómnefndina upp úr skónum. Ljósmynd/Barþjónaklúbbur Íslands
Skreytingarnar skipta líka sköpun, líkt og bragð og áferð.
Skreytingarnar skipta líka sköpun, líkt og bragð og áferð. Ljósmynd/Barþjónaklúbbur Íslands
Grétar flaggaði íslenska fánanum stoltur eftir árangur dagsins.
Grétar flaggaði íslenska fánanum stoltur eftir árangur dagsins. Ljósmynd/Barþjónaklúbbur Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka