Á dögunum var hin franska Nina Métayer valin fyrst kvenna sem Alþjóðlegur kökugerðarmaður ársins (UIBC World Confectioner of the year 2023) af Alþjóða samtökum bakara og kökugerðarmanna(UIBC).
Nina er fædd í La Rochelle í Frakklandi er aðeins 35 ára gömul og hefur náð ótrúlegum árangri í sínu fagi. Hún hlaut fyrst titilinn „kökugerðarmaður ársins“ 2016 af tímaritinu Le Chef og einnig árið 2017 af hinni virtu frönsku handbók Gault & Millau og í þriðja sinn árið 2018 af Magazine GQ. Eftir útskrift hefur Nína starfað á mörgum frægustu og bestu hótelum Parísar, til dæmis fimm stjörnu hótelinu Le Meurice og fimm stjörnu hótelinu Le Raphaël þar til hún opnaði sína eigin kökugerð árið 2020 sem ber einfaldlega heitið Nina Métayer
Cheffe pâtissière og hægt er að skoða heimasíðuna hennar hér.
Á sínum yngri árum var hún ekkki viss um vildi verða þegar hún yrði stór. Þegar hún var skiptinemi í Mexíkó um eins árs tímabil kviknaði áhuginn hennar á bakstri. Nina lærði fyrst bakaraiðn og útskrifaðist sem bakari en ástríðan dró hana svo að kökunum og lærði hún kökugerð í hinum virta Ferrandi skóla í París , þar sem útskrifaðist sem pâtissier með hæstu einkunn. Hún fann því loks sína hillu og blómstrar í faginu.
Nina fetar nú í fótspor Sigurðar Más hjá Bernhöftsbakarí sem var valinn Alþjóðlegur kökugerðamaður ársins 2022. Sigurður segir í samtali við Matarvef mbl.is að hann hefði ekki getað hugsað sér glæsilegri arftaka en Ninu. „Ég er bæði hrærður og stoltur að svona glæsilegur fagmaður taki við keflinu af mér. Nina er fyrsta konan sem hlýtur titilinn, en það muna margar konur fylgja í kjölfarið enda eru konur í dag 86% þeirra sem læra kökugerð,“ segir Sigurður.
Sigurður var á dögunum kosinn í stjórn UIBC og jafnframt fyrstur sæmdur nýju heiðursmerki Select Club, það kemur því í hans hlut að velja bakara og kökugerðarmenn ársins og skipa í hinn nýja klúbb í framtíðinni. „Það verður afar ánægjulegt að fá að vígja Ninu inn í UIBC Select Club sem er hin nýja frægðarhöll bakara og kökugerðarmanna að ári,“ segir Sigurður.
Nina er ótrúlega vinsæl í heimalandinu og er þegar fréttin er skrifuð er hún með 275.000 þúsund fylgjendur á Instagram en hægt er að fylgja henni hér.