Ragnheiður gleðigjafi býður upp á vikumatseðilinn

Ragnheiður Georgsdóttir gleðigjafi sem rekur Farmers Bistro í Flúðasveppum býður …
Ragnheiður Georgsdóttir gleðigjafi sem rekur Farmers Bistro í Flúðasveppum býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er ótrúlega girnilegur og einfaldur. Ljósmynd/Shawn Kosel

Ragnheiður Georgsdóttir rekstrarstjóri veitingastaðarins Farmers Bistro í Flúðasveppum á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni og er í hennar anda. Ragnheiður hefur mikla útgeislun og gleðigjafi og smitar út frá sér alls staðar sem hún kemur enda mikill húmoristi. Hún er fjölskyldumanneskja og nýtur þess að vera kringum fólkið sitt.

„Ég á eina dóttur sem heitir Kirsten, mann sem heitir Heiðar og tvö stjúpbörn, Dagnýju Lind og Hauk Snæ. Eins og fram hefur komið rek ég veitingastaðinn Farmers Bistro í Flúðasveppum. Við erum að framreiða mat fyrst og fremst úr því sem við erum að rækta og svo úr nær umhverfi og ég reyni að gera það líka þegar ég er að elda heima,“ segir Ragnheiður.

Fædd og uppalin í grænmetismekka Íslands

Aðspurð segir Ragnheiður að hún mætti taka sér taki heima við í matargerðinni. „Ég mætti vera duglegri að elda heima á kvöldin, það er nú samt farið að aukast. Núna er Kirsten að verða 6 ára og farin að borða meiri fjölbreyttari mat, sem betur fer. Þannig að gleðin við að elda er að blossa aftur upp. Við mæðgurnar erum bara tvær á heimilinu, nema þegar Heiðar og krakkarnir koma. Ég elska einfaldleika og nota mjög mikið af grænmeti. Ég er fædd og uppalin í grænmetis mekka Íslands, Flúðum og Pabbi minn á Garðyrkjustöðina Jörfa og Flúðasveppi. Þannig að ég reyni nú að troða þeim afurðum sem við ræktum sem mest í matargerðina hjá mér,“ segir Ragnheiður og hlær.

Hér er vikumatseðillinn sem er í anda Ragnheiðar, einfaldur og ljúffengur í senn. Réttir sem allir ráða við að matreiða. Fullkomið að huga að einfaldleikanum áður en allir detta í jólakræsingarnar sem fram undan eru.

Mánudagur – Ostafylltar kjúklingabringur

„Kirsten dóttir mín elskar kjúkling og þessi réttur er svo einfaldur. Hver elskar ekki kjúkling í rjómalegi?“

Girnilega ostafylltar kjúklingabringur í rjómalegi.
Girnilega ostafylltar kjúklingabringur í rjómalegi. Ljósmynd/Linda Ben

Þriðjudagur – Spaghettí með sveppum og spínati sem steinliggur

„Þriðjudagar eru alltaf svolítið annasamir hjá mér þá vil ég eitthvað fljótlegt og gott. Spaghettí og sveppir, gerist ekki betra og þessi réttur er geggjaður.“

Spaghettí með sveppum er í mikli uppáhaldi hjá Ragnheiði og …
Spaghettí með sveppum er í mikli uppáhaldi hjá Ragnheiði og dóttur hennar Kirsten. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Miðvikudagur- Saðsamur og góður ofnbakaður lax

„Fiskur er ekki í uppáhaldi hjá kærastanum þannig að ég reyni að vera með fisk þegar hann er ekki hjá okkur. Sem betur fer elskar Kirsten fisk. Og miðvikudagar eru æfingadagar hjá mér og þá er best að vera ekki með of þunga máltíð. Þessi uppskrift er ein af uppáhalds, meðlæti er ekki einu sinni ómissandi.“

Ofnbakaður lax sem tekur örskamma stund að framreiða.
Ofnbakaður lax sem tekur örskamma stund að framreiða. Unsplash/Jeff Ahmadi

Fimmtudagur – Pitsaveisla með tómötum

„Þar sem dóttir mín fer annan hvern föstudag til pabba síns þá eru alltaf pitsudagar á fimmtudögum hjá okkur. Ég er ný farin að borða tómata á pizzu og þegar þú byrjar á því þá getur maður ekki hætt. Þessi pitsa er „too die for.“

Pitsa með tómötum, bráðholl og einföld.
Pitsa með tómötum, bráðholl og einföld. Ljósmynd/Linda Ben

Föstudagur – Hamborgari með smjörsteiktum sveppum og geggjaðri sósu

„Þegar ég fæ mér hamborgara þá vil ég að það sé allt á honum. Þá sérstaklega smjörsteiktir sveppir auðvitað og góður ostur. Þessi hamborgari er einn af mínum uppáhalds.“

Ómótstæðilegur hamborgari með smjörsteiktum sveppum.
Ómótstæðilegur hamborgari með smjörsteiktum sveppum. Ljósmynd/Gígja Guðjónsdóttir

Laugardagur – Kjúlkingaréttur í mexíkósósu sem bráðnar í munni

„Á laugardögum er alltaf bíókvöld hjá mér og Kirsten, þá er ég yfirleitt með einhvern ofnrétt. Þessi slær öll met, við erum að narta í þetta allt kvöldið með snakkinu sem hefur verið keypt fyrir bíókvöldið.“

Kjúklingaréttur í mexíkóostasósu sem bráðnar í munni.
Kjúklingaréttur í mexíkóostasósu sem bráðnar í munni. Ljósmynd/Sjöfn

Sunnudagur – Rjómalöguð kjúklingasúpa með pasta

„Sunnudagar eru yfirleitt súpudagar, eða ég kalla þá letidaga. Það er svo auðvelt að henda í allskonar mismunandi súpur. Þessi súpa er mjög vinsæl á mínu heimili.“

Rjómalöguð kjúklingasúpa með pasta sem getur ekki klikkað.
Rjómalöguð kjúklingasúpa með pasta sem getur ekki klikkað. Ljósmynd/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert