Þessi sjávarréttasúpa er guðdómlega góð og er alls ekki flókið að gera hana. Uppskriftina er að finna á uppskriftasíðunni hennar Ingunnar Mjalla og ber heitið Íslandsmjöll. Uppskriftin er frá Helgu Sigurðar sem gaf út fyrstu matreiðslubókina hér á landi. Þið getið valið meðlætið sem ykkur finnst passa best saman, til að mynda verið með salatblöð rifin, fetaost í kryddolíu, tómata, rauðlauk og ólífur svo fátt sé nefnt. Gott er að bera súpuna fram með söxuðu fersku kóríander.
Sjávarréttasúpa
- 2 dósir Hunt‘s Orginal Carlic eða öðru sambærilegu
- 3 bollar vatn
- ½ bolli laukur, smátt saxaður
- ½ bolli gulrætur saxaðar, þunnar sneiðar
- ½ bolli paprika, smátt söxuð
- 1 peli rjómi
- ½ kjúklingatengur (Knorr 1/1)
- 1 msk. púðursykur
- Cayenne pipar eftir smekk
- 250 g rækja eða annar fiskur, hörpuskel, krabbakjöt, lúða
- Má vera bland af öllu.
- Ferskt kóríander eftir smekk.
Aðferð:
- Steikið grænmetið í potti og setjið tómatkryddsósuna út í.
- Bætið hinu út í nema rækjunum og hrærið vel saman.
- Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur.
- Setjið rækjurnar út í þegar súpan er fullsoðin, en ef notaður er fiskur þá má setja hann út í, í bitum fimm mínútum áður en súpan er tekin af hellunni.
- Berið fram með því meðlæti sem bragðlaukarnir girnast og njótið.