Systurnar Anna Marta og Lovísa Ásgeirsdætur eiga heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er í hollari kantinum. Báðar hafa þær óbilandi áhuga á hollum og góðum mat og það var ekki flókið fyrir þær að setja saman vikumatseðilinn því smekkur þær eru svo líkur. Þær eiga flestar uppskriftirnar sjálfar en þær eru iðnar við að prófa sig áfram matargerðinni.
Samstíga með sömu áhugamál
„Við systur höfum alltaf verið afar samstíga, eigum sameiginleg áhugamál og höfum nú látið þann draum rætast að vinna saman að eigin framleiðslu. Fyrirtækið býður upp á ferskt og bragðmikið pestó í nokkrum útfærslum ásamt dásamlegu döðlumauki og handgerðum súkkulaði hringjum sem slegið hafa í gegn,“ segir Lovísa. Fyrirtækið ber heitið Anna Marta ehf og er matvöru- og lífstílsfyrirtæki stofnað af Önnu Mörtu systur minnar árið 2019. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til djúprar ástríðu hennar fyrir hollum mat, hreyfingu og góðum lífsvenjum,“ segir Lovísa og bætir við að þær systur njóti þess að vinna saman í rekstrinum.
Hnetuhringurinn gleðibomba
Nýjasta afurð þeirra systra er Hnetuhringurinn. „Hnetuhringur er alger gleðibomba. Hann inniheldur dásamlegt hráefni eins og döðlur, hnetusmjör, kókos og jarðhnetur. Ofan á hnetuhringinn setjum við svo okkar einstaka dökka súkkulaði sem við mýkjum með kókosolíu. Hnetuhringur er ljúfur og góður sætbiti sem hentar frábærlega á veisluborðið og eftirréttur. Hann passar fullkomlega með ís, rjóma, ferskum bláberjum og jarðarberjum. Einnig er gott að skera hann niður í litla bita og geyma í frysti þangað til löngun í eitthvað sætt og gómsætt kallar á mann,“ segir Anna Marta.
Hér vikumatseðilinn kominn sem er í boði systranna.
Mánudagur – Sælkera þorskhnakkar
„Fiskur fyrsta dag vikunnar, sú góða hefð hefur fylgt okkur systrum síðan við fluttum af heiman. Ferskir þorskhnakkar með grænu pestó og döðlumauki er einn okkar uppáhaldsréttur. Einfaldur og bragðmikill réttur sem allir í fjölskyldunni elska.“
Þriðjudagur – Pastaréttur með kjúkling
„Pastaréttur sem er mikið metinn hjá fjölskyldumeðlimum og oftast efstur á óskalistanum þegar kemur að pastaréttum. Bragðmikið pestó Sól gefur réttinum dásamlega gott tómatbragð. Hér verður enginn svikinn. Frábær réttur sem toppaður er með rifnum parmesanosti.“
Sjá uppskrift hér.
Miðvikudagur - Vinnuskálin
„Við erum duglegar að útbúa okkur nesti í vinnuna, í flestum tilfellum borðum við það sama alla daga í vinnunni. Ástæðan er sú að nestið tikkar í öll næringarboxin og það er svo sjúklega gott á bragðið.. Við erum eiginlega sammála um að við gætum jafnvel ekki verið án þessa einfalda nestis sem við köllum vinnuskálina okkar.“
Sjá uppskrift hér.
Fimmtudagur – Grillaður lax með pestó
„Grillaður lax með pestó spæsí, þessi réttur kom skemmtilega á óvart. Hann er sá allra einfaldasti og gengur vel upp með hrísgrjónum eða sætum kartöflum og grænmeti.“
Grillaður lax með pestó
800 g laxaflak
½ krukka Pestó Spæsí frá Önnu Mörtu
Ferskt grænmeti að eigin vali
4 msk. grískt jógúrt
Aðferð:
Smyrjið laxaflakið smurt með pestóinu, bakaður í ofni við 200°C hita í 15-18 mínútur.
Fersku grænmeti stráð yfir laxinn, leyfið hugmyndafluginu að ráða hvað verður fyrir valinu.
Berið fram með hrísgrjónum eða sætum kartöflum.
Okkur finnst geggjað að gera kalda sósu með réttinum þar sem við setjum 4 matskeiðar af grísku jógurti út í 1 matskeið af Pestó Spæsí.
Föstudagur - Pitsaveisla
„Föstudagar eru klárlega pitsadagur hjá fjölskyldunni, þar sem við nýtum okkur Liba flatbrauðin þá tekur enga stund að græja pitsurnar. Við leikum okkur með mjög fjölbreytt hráefni hverju sinni. Hér er uppskrift að einni afar fljótlegri og hollari.“
Sjá uppskrift hér.
Laugardagur – Pestó-lasagna
„Við systur hittumst oft um helgar með fjölskyldum og borðum saman, við vorum báðar með hugmyndir af því hvað okkur langaði í. Önnur vildi kjúkling og hin lasagna svo ákveðið var að setja saman þetta guðdómlega kjúklingalasagna sem fer með mann til Ítalíu þar sem grænt pestó leikur eitt aðalhlutverkið í þessum næringarríka rétti.“
Sjá uppskrift hér.
Sunnudagur – Sætbitabakki í aðventukaffið
„Aðventukaffi með fjölskyldu og vinum næringarrík samvera í desember þar sem allt er rætt, mikið hlegið og sprellað. Að ósk gesta setjum við saman okkar uppáhaldssætbitabakka og nýju afurðina okkar Hnetuhringnum.“
Sætbitabakki
Tropic Hringur
Arabic Hringur
Asiatic Hringur
Nordic Hringur
Hnetuhringur
Fersk bláber
Fersk jarðarber
Aðferð:
Brjótið niður súkkulaðihringina og raðið á bakka og bætið við bláberjum og jarðarberjum.
Þessi bakki slær alltaf í gegn, hér er súkkulaði sem fer með bragðlaukana í magnað ferðalag.
Takið hnetuhringinn úr kæli og látið standa í 20-30 mínútur áður en hann er skorinn niður í hæfilega bita, raðið fallega á disk og berið fram með ferskum berjum.
Sjá líka hér.