Heba toppaði sig og gerði Tower Bridge úr piparkökum

Heba Guðrún Nielsen toppaði sig og gerði sér lítið fyrir …
Heba Guðrún Nielsen toppaði sig og gerði sér lítið fyrir og gerði hina frægu brú í London, Tower Bridge úr piparkökum. Áður var hún búin að gera Eiffelturninn. Samsett mynd

Heba Guðrún Nielsen gerði sér lítið fyr­ir og gerði fal­leg­asta Eiffelturn sem sést hef­ur hér á landi úr pip­ar­kök­um en Eiffelturninn er eitt fræg­asta mann­virkið í Par­ís í Frakklandi á dögunum. Nú er Heba búin að toppa sig og gera Tower Bridge brúnna frægu í London úr piparkökum með stórkostlegri útkomu.

Hannaði og gerði verkin sín bæði frá grunni

Því­lík dýrð að sjá meist­ara­verkið henn­ar við hlið Eiffelturnsins sem hún gerði fyrst og skarta báðar byggingarnar sínu feg­ursta heima hjá henni. Heba segir að nú megi jólin koma þar sem jólaþorpið hennar er tilbúið. Heba býr yfir augljóslega yfir miklu list­ræn­um hæfi­leik­um það staðfesta verkin henn­ar, Eiffelturninn og Tower Bridge brúin gerð úr pip­ar­kök­um en hún hannaði bæði verkin sín sjálf frá grunni, setti sam­an og skreytti.

Heba Guðrún sýn­ir les­end­um hér hvernig Tower Brigde varð til, skref fyr­ir skref.

Heba byrj­ar á að teikna það sem hún ætl­ar að …
Heba byrj­ar á að teikna það sem hún ætl­ar að gera á blað, síðan ákveður hún hversu stórt hún vil hafa formið og sker það þá út í pappa. Ljósmynd/Heba Guðrún

„Planið hjá mér í ár var alltaf að gera 2 piparkökuhús. Þegar ég kláraði Eiffelturninn þá byrjaði ég strax á nýja húsinu sem er Tower Bridge í London. Ég byrja bara eins og ég byrjaði með Eiffelturninn á því að skera allt út í pappa.“

Hér má sjá teikningarnar sem hún útbýr fyrir formin.
Hér má sjá teikningarnar sem hún útbýr fyrir formin. Ljósmynd/Heba Guðrún

„Ég þurfti að passa vel að brúin myndi passa við hliðina á turninum. Síðan skar ég út formin á brúnni á þykkan pappír. Það var mikið einfaldara að skera út brúnna vegna þess það eru miklu færri partar.“

Heba býr til sín eigin mót og notar piparkökudeigið frá …
Heba býr til sín eigin mót og notar piparkökudeigið frá Ikea í verkið. Ljósmynd/Heba Guðrún

„Ég þurfti að plana mjög vel þetta hús, hvernig ég ætti að koma seríunni inn í húsið og þurfti að passa og gera ráð fyrir seríunni á formin. Síðan byrjaði ég að baka brúnna. Ég notaði piparkökudeigið frá Ikea, Það er bæði ódýrt og mjög einfalt að nota það. Síðan var bara að baka alla bitana. Þetta tók mig smá tíma að gera vegna þess það eru svo mikið af litlum bitum í þessu húsi.“

Þegar all­ar hliðarn­ar eru til­bún­ar byrja hún að skreyta hús­in …
Þegar all­ar hliðarn­ar eru til­bún­ar byrja hún að skreyta hús­in með ein­földu kremi sem inni­held­ur flór­syk­ur, eggja­hvít­ur og „cream of tart­ar.“ Ljósmynd/Guðrún Heba

 „Stundum getur verið erfitt að ná alveg beinum línum þegar búið er að baka deigið en mér finnst best að setja það inn í frysti yfir nótt þegar ég er búin að skera allt út og baka það svo. Ef eitthvað kemur út aðeins breiðara en það á að vera nota ég beittan hníf og raspa hliðarnar niður. Ég skreytti síðan allar hliðarnar og mér langaði að gera múrsteina á húsið og reyndi mitt besta og gerði það með kremi.“

Margir litlar bitar eru í mannvirkinu hennar og að mörgu …
Margir litlar bitar eru í mannvirkinu hennar og að mörgu þarf að huga. Ljósmynd/Heba Guðrún

„Ég setti síðan turninn saman með hjálp frá mömmu og það tók mig heila tvo daga að setja verkið saman,“ segir Heba Guðrún og brosir. 

Þegar all­ar hliðarn­ar eru skreytt­ar eins og Heba vill hafa …
Þegar all­ar hliðarn­ar eru skreytt­ar eins og Heba vill hafa þær þá byrj­ar hún að setja brúna sam­an. Hebu finnst best að nota lím­byssu til þess að líma sam­an turn­inn sér­stak­lega ef þetta er stórt hús eins og þetta og til þess að það hald­ist í all­an þenn­an tíma. Síðan setti hún líka slaufu til að hafa Tower Bridge í stíl við Eiffelturninn. Ljósmynd/Heba Guðrún

„Síðan skreytti ég turninn með kremi á öllum hliðum og setti síðan litla slaufu á brúna til þess að hafa hana í stíl við Eifellturninn.“

Heba gerði líka lítil grindverk og skreytti þau með kremi.
Heba gerði líka lítil grindverk og skreytti þau með kremi. Ljósmynd/Heba Guðrún

„Ég gerði síðan lítil grindverk úr kremi, þá geri ég grindverkin eins og ég vil þau á bökunarpappír og leyfi því að þorna yfir nótt og nota síðan spaða til þess að ná þeim af pappírnum og festi þau síðan á húsið með kremi,“ segir Heba Guðrún og bætir við að nú sé jólaþorpið hennar í ár loksins tilbúið.

Bílarnir setja líka skemmtilegan svip á mannvirkið.
Bílarnir setja líka skemmtilegan svip á mannvirkið. Ljósmynd/Heba Guðrún
Þvílíkt listaverk hjá Hebu Guðrúnu.
Þvílíkt listaverk hjá Hebu Guðrúnu. Ljósmynd/Heba Guðrún
Jólaþorpið hennar Hebu er eitt metnaðafyllsta sem sést hefur úr …
Jólaþorpið hennar Hebu er eitt metnaðafyllsta sem sést hefur úr piparkökum hér á landi. Ljósmynd/Heba Guðrún
Lýsingin frá seríunum gera mikið fyrir byggingarnar líka.
Lýsingin frá seríunum gera mikið fyrir byggingarnar líka. Ljósmynd/Heba Guðrún
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert