Rauðkálið hennar mömmu best

Mörgum finnst ómissandi að bjóða upp á heimalagað rauðkál með …
Mörgum finnst ómissandi að bjóða upp á heimalagað rauðkál með jólasteikinni. Ljósmynd/Hanna

Þessi uppskrift kemur frá mömmu Hönnu Thordarson keramiker sem heldur úti uppskriftasíðunni Hanna.is en Hanna er iðin við að safna uppskriftum úr smiðju móður sinnar sem minna hana á bernskuna. Ég hef prófað ýmsar tegundir af rauðkálsuppskriftum en þessi finnst mér alltaf best. Ilmurinn er alveg ómissandi á aðfangadag á mínu heimili,“ segir Hanna og brosir. Rauðkálið passar vel með hamborgarhryggnum, svínabóginum og hangikjötinu.  

Rauðkálið hennar mömmu

  • 600-800 g rauðkálshöfuð
  • 2 msk. smjör
  • 2 græn epli, flysjuð og kjarnhreinsuð, skorin í bita
  • 1 laukur, saxaður
  • 1 tsk. salt
  • 1-2 msk. síróp eða sykur (það er smekksatriði hversu sætt rauðkálið á að vera)
  • ½-1 dl edik (t.d. eplaedik) eða rauðrófusafi
  • 1-2 dl vatn

Aðferð:

  1. Skerið rauðkálið í tvennt, skerið kjarnann í burtu og sneiðið kálið í þunnar ræmur og steik í smjöri.
  2. Bætið við eplum og lauk og hrærið vel.
  3. Setjið salt, sykur, edik og vatn út í og látið malla í 45-60 mínútur undir loki þar til þetta er orðið mjúkt. Hrær í annað slagið.
  4. Takið lokið af og látið vatnið gufa upp.
  5. Berið fram með því sem smekkurinn ykkar girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert