Sæt hátíðarmús í boði Hildar

Sæt hátíðarmús í boðið Hildar.
Sæt hátíðarmús í boðið Hildar. Ljósmynd/Hildur Ómars

Hildur Ómars hefur ástríðu fyrir að útbúa góðan mat sem gleður augað sem og líkamann. Hún er tveggja barna móðir, uppskriftasmiður og lærður umhverfis-og byggingarverkfræðingur sem heldur úti uppskriftasíðunni Hildur Ómars þar sem er að finna girnilegar uppskriftir og hátíðaruppskriftirnar eru farnar að streyma inn.

Hildur deilir hér með ykkur sætri hátíðarmús með hvítlauk og sítrónu sem er að hennar mati ómissandi með jólamatnum. Hildur mun borða heimagerða hnetusteik um jólin ásamt fjölskyldu sinni og ber fram með sveppasósu, sætri hátíðarmús. Jólamatnum fylgir oft mikið umstang svo fyrir þá sem vilja leggja meiri metnað meðlætið og kaupa aðalréttinn þá er svo frábært hvernig grænkeraúrvalið fer ört vaxandi og enn betra þegar hægt er að velja lífræna kosti en Hildur leggur mikið upp úr því að velja hráefni vel. Þetta er ekki bara frábært fyrir grænkerann sjálfan heldur einnig auðveldar þeim aðilum sem vilja prófa sig áfram í átt að kjötminni lífsstíl eða Hildur Ómars deilir hér með ykkur sætri hátíðarmús með hvítlauk og sítrónu sem er að hennar mati ómissandi með jólamatnum. 

Girnileg sæta kartöflumúsin hennar Hildar.
Girnileg sæta kartöflumúsin hennar Hildar. Ljósmynd/Hildur Ómars

Hér á myndunum sést hátíðarmúsin borin fram með hnetusteikin frá Kaju en hún er t.d. frábær valmöguleiki til að eiga í frystinum en hún er bæði glútenlaus og lífræn.

Hildur mælir með hnetusteikinni frá Kaju Organic með sætu hátíðarmúsinni …
Hildur mælir með hnetusteikinni frá Kaju Organic með sætu hátíðarmúsinni fyrir það sem vilja einfalda líf sitt og kaupa tilbúna hnetusteik en hnetusteikin frá Kaju er lífræn og án allra aukaefna. Ljósmynd/Hildur Ómars

Hátíðarmús

  • 2 sætar kartöflur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1-2 msk ólífuolía
  • 1 tsk. safi úr ferskri sítrónu
  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Skrælið sætu kartöflurnar, skerið í bita og gufusjóðið þar til mjúkar.
  2. Maukið bitana ásamt rifnum hvítlauknum. Ég mæli með
  3. að nota matvinnsluvél til að fá sem mýksta áferð en
  4. kartöflustappari virkar alveg líka.
  5. Bætið við olíunni og sítrónusafanum.
  6. Smakkið til og saltið eftir smekk.
  7. Berið fram og njótið með því sem ykkur þykir best.
https://www.instagram.com/reel/C0b8pHCI6Jl/?utm_source=ig_web_copy_link&igshid=MTdlMjRlYjZlMQ%3D%3D
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert