Í fjölskyldum eru oft miklar og strangar hefðir sem tengjast jólunum og þannig var það hjá Árna Þorvarðarsyni bakara og kennara í Hótel- og matvælaskólanum.
Eftir að Árni hóf sjálfur búskap og eignaðist börn hefur hann rofið hefðirnar sem tengjast eftirréttinum á aðfangadagskvöld og skapað nýjar.
„Í minni fjölskyldu hefur mamma til að mynda boðið upp á sama eftirréttinn síðan ég man eftir mér. Eftir að ég eignaðist sjálfur börn ákváðum við að vera ekki með einhverja ákveðna hefð heldur prófa okkur áfram og ekki vera hrædd við að prófa eitthvað nýtt þegar kemur að veislumatnum,“ segir Árni.
„Þegar konan mín var ólétt var henni ráðið frá því að borða hrá egg og þau árin máttu því ekki vera hrá egg í eftirréttunum. Ég hef síðan þá alltaf haft þetta í huga þar sem það skiptir miklu máli að vera með á hreinu hvort um sé að ræða óþol eða ofnæmi af einhverri gerð hjá þeim sem þiggja. Í Hótel- og matvælaskólanum, þar sem ég starfa, er komið inn á hvað má og hvað má ekki í öllu námi sem tengist matvælagreinum,“ segir Árni og bætir við að mikilvægt sé að hafa í huga hvaða hráefni eru notuð að hverju sinni.
Árni og eiginkona hans eru ávallt með árlegt jólaboð þar sem þau bjóða vinum heim. „Alltaf þarf að toppa síðasta ár þegar kemur að matargerðinni og mikill metnaður er fyrir fínustu smáatriðum hjá okkur. Í ár ætlum við að leggja áherslu á íslenska matargerð og útbúa eftirrétt sem hefur að geyma mjólkursúkkulaði, kókos og jarðarber. Þessar þrjár bragðtegundir eiga allar sinn fasta sess í eftirréttum Íslendinga, hvort sem það er góð skúffukaka skreytt með kókos og snædd með ískaldri mjólk eða jarðarber með rjóma,“ segir Árni og bætir við: „Eftirrétturinn að þessu sinni er frekar auðveldur í vinnslu þó hann virki flókinn í fyrstu. Hafa ber í huga að best er að vinna eftirréttinn degi áður og skreyta rétt áður en bera skal réttinn fram.“
Töfrandi jólaeftirréttur að hætti Árna
Fyrir 12 (borin fram í eftirréttarglösum)
Súkkulaðimús
Aðferð:
Kókosmús
Aðferð:
Jarðarberjafylling
Aðferð:
Skreyting