Hér er á ferðinni frábær uppskrift að ljúffengum súkkulaðiís sem kemur úr smiðju Vigdísar Ylfu sælkera sem á vel við um hátíðirnar sem birtist á uppskriftavefnum Gerum daginn girnilegan. Þennan ís ráða allir við að gera og það tekur alls ekki langan tíma að búa hann til. Mesti tíminn fer í að frysta ísinn. Vigdís er mikill súkkulaðiunnandi og elskar að prófa sig áfram með kræsingar úr súkkulaði.
Í ísnum er súkkulaði sem bráðnar í munni og á sér líka skemmtilega sögu og er tiltölulega nýtt hér á Íslandi. Tony 's var stofnað árið 2005 með það að markmiði að framleiða hágæða súkkulaði á sanngjarnan hátt. Tony's Chocolonely er annt um fólk. Tony´s súkkulaðiplatan er ekki með hinni hefðbundnu skiptingu á bitum eins og við erum vön að sjá en ástæðan fyrir því er til að benda á það ójafnvægi sem er í virðiskeðjunni í kakó-framleiðslunni.
Fyrirtækið var upphaflega stofnað til þess að benda á ósamræmi í virðiskeðju súkkulaðis. Framtíðarsýn og von þess er að allt súkkulaði í heiminum verði framleitt 100% án þrælahalds og að kakóbændur geti lifað á því sem þeir fá greitt fyrir ræktunina sína. Núna er súkkulaðiiðnaðinum stjórnað af stórum framleiðendum sem græða alltaf meira og meira með því að halda verðinu á kakóbaunum eins lágu og mögulegt er.
Vöruvalið frá Tony´s er fjölbreytt og er gaman að segja frá því að um helgina var Tony´s jólahús í jólaþorpinu í Hafnarfirði og fólk gat smakkað á þessu ljúffenga súkkulaði sem býður upp á skemmtilegt ferðalag fyrir bragðlaukana.
Tony´s súkkulaðiís
Aðferð: