Flestir sælkerar elska þennan árstíma enda fátt betra en að nostra við matinn á aðventunni undir góðri tónlist. Jólagjafir eru vissulega stór hluti af hátíð ljóss og friðar en stundum getur það tekið á taugarnar og budduna að hlaupa út um allan bæ að finna gjöf sem enginn á. Þess vegna er tilvalið að útbúa matarjólagjafir, þær eru persónulegar, gómsætar og sennilega eitthvað sem fólk á ekki uppi í skáp, alla vega fara matarjólagjafir ekki í skilakassann eða upp á háaloft. Hér eru sex sniðugar og fjölbreyttar uppskriftir að matarjólagjöfum sem henta bæði sem aðalgjafir en líka sem góðgæti með í jólapakkann.
Jólagranóla með pekanhnetum og trönuberjum (4-5 meðalstórar krukkur)
Þesssi uppskrift er stór svo hægt er að gera nokkrar jólagjafir á einu bretti. Ekki spillir fyrir að granólað er hollt og sérlega trefjaríkt svo gott er að neyta þess inn á milli stórmáltíða. Í stað trönuberja má nota rúsínur og einnig má setja döðlur heldur en að nota apríkósurnar.
- 140 g pekanhnetur, mjög gróft saxaðar
- 50 heslihnetur, skornar til helminga
- 220 ml hlynsíróp
- 320 tröllhafrar
- 100 g graskersfræ
- 100 g sólblómafræ
- 50 g púðursykur
- 1 tsk. gróft sjávarsalt
- 1¼ tsk. kanill
- ¼ tsk. múskat
- ¼ tsk. engiferduft
- 120 ml bráðin kókósolía
- 50 g þurrkuð trönuber
- 40 g þurrkaðar apríkósur, skornar gróft
Aðferð
- Hitið ofn í 180°C. Setjið bökunarpappír á stóra ofnplötu og setjið til hliðar.
- Setjið pekan- og heslihnetur í skál og hellið helmingnum af hlynsírópinu yfir og blandið vel og setjið til hliðar.
- Setjið restina af hráefninu í aðra skál, þó ekki trönuberin og apríkósurnar, og blandið vel.
- Dreifið vel úr blöndunni á ofnplötuna og setjið inn í ofn í 7 mínútur.
- Takið úr ofninum og hrærið vel í blöndunni þannig að allt brúnist jafnt.
- Setjið aftur inn í ofn í 7-8 mínútur, takið þá út og hrærið vel í blöndunni eins og áður en í þetta sinn bætið þá hnetunum með hlynsírópinu og dreifið jafnt.
- Setjið aftur inn í ofn í 7 mínútur.
- Takið út og hrærið í blöndunni, látið kólna aðeins í u.þ.b. 5 mínútur og bætið þá trönuberjum og apríkósunum saman við.
- Látið allt kólna. Setjið í fallegar tandurhreinar krukkur, blandan geymist vel í u.þ.b. 2 vikur í vel lofttæmdu íláti.
Heimagert granóla er mikið lostæti.
mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir