Lúxus límónuís töfraður fram á augabragði

Þessi lúxus límónuís á eftir að hakka í öll boxin. …
Þessi lúxus límónuís á eftir að hakka í öll boxin. Ferskur, góður og einfaldur. Ljósmynd/Hanna

Hér er á ferðinni lauflétt uppskrift að lúxus límónuís sem allir ráða við en gott er að eiga ísvél til að töfra þennan ís fram. Hanna Thordarson keramiker fékk þessa uppskrift hjá góðri konu og birti á uppskriftasíðu sinni Hanna.is. Hanna segir að ísinn hafi hakað í bæði boxin, væri bæði einfaldur og góður. Kröfurnar eru litlar þar sem hráefnum er blandað saman og sett svo beint ofan í ísvélina. Eins og áður sagði er allra best að gera þennan ís í ísvél. 

Lúxus límónuís

  • 1 dós concentrade
  • 1 dós kókosmjólk (350 – 400 ml)
  • 2 lífrænar límónur, börkur og safi

Aðferð:

  1. Hráefnum er blandað saman og síðan sett í ísvélina.
  2. Eftir að ísinn er tilbúinn er hann settur í box og svo inn í frystinn þar til hann er borinn fram.
  3. Fallegt er að skreyta ísinn með ferskri myntu þegar hann er borinn fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert