Jólin eru rétt handan við hornið og fjórði í aðventu og þá er lag að útbúa rjómaís með jólaívafi til að njóta upp hátíðirnar. Eins og hefð er fyrir á matarvefnum á laugardagsmorgnum eru birtar Húsó-uppskriftir sem koma úr hinu fræga eldhúsi í Hússtjórnarskólanum við Sólvallagötu sem við eigum vona að sjá mikið á skjánum á nýju ári þegar ný þáttaröð hefur göngu sína. Þetta sjónvarpsþáttaröðin Húsó sem hefur göngu sína á Nýársdag.
Afhjúpar uppskriftina að rjómaísnum
Í tilefni þessa afhjúpar Marta María Arnarsdóttir skólameistari uppskriftina að rjómaísnum ásamt heitu íssósunum sem hafa verið í uppáhaldi hjá nemendum, bæði fyrrverandi og núverandi sem og öllum þeim sem fá að smakka. Uppskriftirnar eru einfaldar og þægilegar og allir eiga ráða við að búa til þennan dásamlega rjómaís og geta sett hann í hátíðarbúning með því að bjóða upp fersk ber með.
Gaman er að bera ísinn fram á fallegan hátt. Skemmtilegast er að frysta ísinn í hringlaga formi með gati í miðjunni. Hægt er að fylla gatið með ferskum berjum ef vill.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Heitar súkkulaði- og karamelluíssósur að hætti Húsó.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Rjómaís
- 4 eggjarauður
- 1 egg
- 80-100 g sykur
- ½ tsk. vanillusykur
- ½ tsk. vanilludropar
- 5 dl rjómi
- 100 g saxað suðusúkkulaði, má sleppa
Aðferð:
- Þeytið eggjarauður, egg og sykur í stífa froðu og blandið vanillu saman við.
- Þeytið rjómann og blandið varlega saman við eggjafroðuna ásamt saxaða súkkulaðinu.
- Látið í hæfilega stórt mót, upplagt að velja hringlagaform með mynstri og gati í miðjuna. Ísinn verður svo fallegur þegar hann er borinn fram þegar formið er með skemmtilega lögun.
- Setjið strax í frost.
Heit karamellusósa
- 100 g smjör
- 100 g púðursykur
- 1 tsk. vanilludropar
- 1 dl rjómi
Aðferð:
- Sjóðið saman í 5 mínútur og hrært stöðugt á meðan.
- Sósan er borin fram heit.
Heit súkkulaðisósa
- 150 g suðusúkkulaði
- 30 g smjör
- 2 msk. síróp
- 1 dl rjómi
Aðferð:
- Setjið allt í pott og bræðið saman.
- Sósan er borin fram heit.
- Upplagt er að bera fram fersk ber eftir smekk ef vill.