Croque Monsieur með afgangs-jólakalkún að hætti Gabríels

Croque Monsieur með afgangs-jólakalkún að hætti landsliðskokksins Gabríels Kr. Bjarnarsonar …
Croque Monsieur með afgangs-jólakalkún að hætti landsliðskokksins Gabríels Kr. Bjarnarsonar sem steinliggur. Samsett mynd

Gabríel Kristinn Bjarnason landsliðskokkur er þekktur fyrir að gera sælkerasamlokur sem eru svo unaðslega góðar að erfitt er að standast freistingar þegar þær eru bornar fram. Gabríel nýtir hvert tækifæri til að leika sem með afganga af hátíðarmatnum til að útbúa syndsamlega samlokur og deilir hér með lesendum Matarvefsins einni að sinni uppáhaldssamloku þar sem kalkúninn og osturinn Feykir eru í aðalhlutverki.

Franska meistaraverkið með kalkúnn

„Mér finnst fátt betra en að borða afganga eftir jóla- eða nýárs matarboð og hvað þá að setja það í samloku, þess vegna ætla ég að deila með ykkur uppskrift að uppáhaldssamlokunni minni. Ég er búinn að setja samlokuna mína í jólafötin, þetta er sem sagt franska meistaraverkið Croque Monsieur sem er vanalega gerð með ost og skinku og toppuð með mourney sósu en í þetta skiptið er það afgangs kalkún og íslenski harðkýtis osturinn Feykir, en er hægt að nota hvaða afgangskjöt og ost sem til er á heimilinu. Það er algjör óþarfi er að skjótast út í búð fyrir þessa samloku. Og auðvitað er hægt að dýfa í kalda sósu frá gærkvöldinu en ég nota afganginn af brúni sósu sem var með dádýrinu sem boðið var upp á,“ segir Gabríel.

Hér fyrir neðan má sjá myndaseríu af ferlinu í samlokugerðinni hjá Gabríel sem og myndband sem faðir hans Bjarni Gunnar Kristinsson deildi á Instagram.

Croque Monsieur með jólakalkúninum er ómótstæðilega girnilega hjá Gabríel.
Croque Monsieur með jólakalkúninum er ómótstæðilega girnilega hjá Gabríel. Samsett mynd

Jólakalkúns Croque Monsieur

  • Heimilisbrauð, magn eftir hversu margar samlokur þið ætlið að gera.
  • Gróft franskt sinnep eftir smekk
  • Fersk rifsber eftir smekk
  • Afgangs kalkúnn, þunnt skorinn
  • Feykir ostur eftir smekk
  • Mourney sósa (uppskrift fyrir neðan) 

Aðferð og samsetning:

  1. Byrjið á því að gera Mourney sósuna.
  2. Hitið síðan ofninn í 180°C með grillstillingu.
  3. Leggið brauðsneiðar á bökunarplötu og smyrjið allar sneiðarnar með sinnepinu.
  4. Leggið síðan fjórar sneiðar af kalkún á annan helminginn af brauðsneiðunum, leggið nokkur rifsber á líka og rífið yfir gott magni af ostinum Feyki.
  5. Gott er að rista brauðsneiðarnar í fimm mínútur ósamsettar áður en sósan fer yfir.
  6. Þannig verður samlokan smá stökk inn í líka.
  7. Þegar sneiðarnar með álegginu hafa ristast í 5 mínútur lokið samlokunum og setjið mjög gott magn af mourney sósunni yfir alla samlokurnar og leyfið helst sósunni að leka niður hliðarnar. að Að lokum rifið niður meiri ost yfir og bakið í ofninum þangað til osturinn og sósan eru orðin gullbrún.
  8. Berið fram strax og njótið.

Mourney sósa

  • 35 g smjör
  • 60 g hveiti
  • 500 g mjólk
  • 125 g rifinn Feykir
  • 1 tsk. laukduft
  • 1 tsk. pipar
  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða smjörið í litlum pott og bætið síðan hveitinu og eldið í rúmar 2 mínútur.
  2. Bætið næst við mjólk og hrærið vel saman á lágum hita þangað til að blandan verður silki mjúk. Bætið þá ostinum saman við og hrærið áfram og kryddið til í lokin.
  3. Setjið til hliðar þar til samlokuna verður sett saman.
Fyrst eru brauðsneiðarnar smurðar með sinnepi.
Fyrst eru brauðsneiðarnar smurðar með sinnepi. Ljósmynd/Gabríel Kristinn
Síðan er afgangurinn af kalkúninum sneiddur í þunnar sneiðar.
Síðan er afgangurinn af kalkúninum sneiddur í þunnar sneiðar. Ljósmynd/Gabríel Kristinn
Síðan er kalkúnasneiðunum raða á brauðsneiðarnar, gott að setja 3-4 …
Síðan er kalkúnasneiðunum raða á brauðsneiðarnar, gott að setja 3-4 sneiðar á annan brauðhelminginn. Ljósmynd/Gabríel Kristinn
Loks er osturinn rifinn yfir kalkúnasneiðarnar og rifsberjum dreift yfir.
Loks er osturinn rifinn yfir kalkúnasneiðarnar og rifsberjum dreift yfir. Ljósmynd/Gabríel Kristinn
Þegar búið er að forgrilla brauðsneiðarnar með álegginum er lag …
Þegar búið er að forgrilla brauðsneiðarnar með álegginum er lag að setja lokið á ásamt sósunni guðdómlegu og rifnum osti og samlokurnar settar inn í ofn og grillaðar þar til osturinn verður gullinbrúnn og fallegur. Ljósmynd/Gabríel Kristinn
Berið síðan samlokurnar fram strax á fallegan hátt og skreytið …
Berið síðan samlokurnar fram strax á fallegan hátt og skreytið diskinn að vild. Einnig má setja afgangssósu með til að dýfa samlokunum í. Ljósmynd/Gabríel Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka