Heitt súkkulaði með chilli að hætti Kaju

Karen Jónsdóttir, alla jafna kölluð Kaja, dýrkar heitt súkkulaði með …
Karen Jónsdóttir, alla jafna kölluð Kaja, dýrkar heitt súkkulaði með chili sem rífur í. Fátt er betra á köldum dimmum dögum en heitur drykkur sem rífur í. mbl.is/Eyþór Árnason

Á dimmum köldum vetrardögum er fátt betra en að ylja sér við heitt súkkulaði og njóta þess með góða bók við hönd. Karen Jónsdóttir frumkvöðull og eigandi Kaja Organic, alla jafna kölluð Kaja, á sína uppáhaldsblöndu þegar hún fær sér heitt súkkulaði og hún er með chilli. „Það er svo dásamlegt að fá sér heitt súkkulaði með 100% súkkulaði og setja smá chilli út í sem rífur í. Það yljar kroppnum svo sannarlega,“ segir Kaja sem veit hvað súkkulaðiunnendur eru fyrir.

Kaja notar ávallt 100% súkkulaði í heita súkkulaðið sitt og …
Kaja notar ávallt 100% súkkulaði í heita súkkulaðið sitt og svo á hún líka sinn uppáhaldsbolla, múmínálfabolla í vetrarþema. mbl.is/Eyþór Árnason

Heitt súkkulaði með chili

  • Barista haframjólk
  • 20 g 100% súkkulaði frá Kaju
  • 1/8 tsk. chilli

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið i pott og hitið upp að suðu.
  2. Hell í bolla að eigin vali og skreytið með chiliflögum.
  3. Ef þið eigið ristaða heslihnetuolíu er upplagt að bæta út í eins og ½ teskeið, en það finnst Kaju allra best.
  4. Njótið við kertaljós eða arineld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert