Aspas- og skinkulengja fullkomin í næsta pálínuboð

Brauðrétir eins og þessir hitta ávallt í mark og tekur …
Brauðrétir eins og þessir hitta ávallt í mark og tekur stutta stund að útbúa. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Aspas- og skinkulengjan hennar Ingunnar Mjallar sem heldur úti uppskriftasíðunni Íslandsmjöll nýtur ávallt mikilla vinsælda.  Aspas- og skinkulengjuna, eða öðru nafni Aspasstykki eins og margir þekkja það undir, er frekar einfalt og fljótlegt að útbúa. Þetta er alveg dásamlega gott í hvaða veislu, saumaklúbb og pálínuboð sem er eða bara til að njóta með sjálfum sér og gera sér dagamun.

Aspas- og skinkulengja

  • 1 stk. snittubrauð, skorið í þrjá parta og svo í miðju eins og sjá má á mynd fyrir neðan
  • 1 dós aspas (hefðbundin stærð að dós)
  • 1 pk. skinka, eða um 200 g
  • 1 pk. skinkumyrja eða annar smurostur eftir smekk
  • Paprikukrydd eftir smekk
  • Mozzarellaostur eða gratínostur
  • Vorlaukur til skrauts

Aðferð:

  1. Bræðið ostinn á vægum hita og bætið saman við safa af aspasnum til að þynna örlítið eða eftir því sem ykkur þykir hæfilegt. Passið samt að hafa þetta ekki of þunnt.
  2. Skerið skinkuna í smáa bita og bætið saman við.
  3. Bætið síðan hluta af aspasnum saman við eða eins mikið og þið viljið hafa (hægt er að nýta afganginn í aspassúpu ef vill).
  4. Kryddið með paprikukryddi eftir smekk.
  5. Stráið svo mozzarellaosti eða gratinosti yfir og setjið inn í ofn á 180°C hita í um það bil 20-25 mínútur eða þar til osturinn og brauðið er orðið gullinbrúnt á lit.
  6. Skreytið að vild, berið fram heitt og njótið.
Ljósmynd/Ingunn Mjöll
Ljósmynd/Ingunn Mjöll
Ljósmynd/Ingunn Mjöll
Ljósmynd/Ingunn Mjöll
Ljósmynd/Ingunn Mjöll
Ljósmynd/Ingunn Mjöll







mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka