Vikumatseðill sem leikur við bragðlaukana

Vikumatseðillinn er sannkallaður sælkeraseðill þessa vikuna sem mun leika við …
Vikumatseðillinn er sannkallaður sælkeraseðill þessa vikuna sem mun leika við bragðlaukana. Samsett mynd

Vikumat­seðil­inn að þessu sinni býður upp á fjöl­breytta og bragðgóða rétti sem eiga vel við í janú­ar­mánuði. Upp­skrift­irn­ar eru hver ann­arri girni­leg­ri og leika við bragðlauk­ana. Hér eru á ferðinni rétt­ir sem eiga ræt­ur sín­ar að rekja til Frakk­lands, Ítal­íu, Mexí­kó og til Hús­stjórn­ar­skól­ans í Reykja­vík svo fátt sé nefnt.

Mánu­dag­ur – Fit­n­ess fisk­ur að hætti Gor­don Ramsay

„Þessi fisk­rétt­ur er of­ur­holl­ur og kem­ur úr smiðju stjörnu­kokks­ins Gor­don Ramsay.“

Girnilegur fiskréttur úr smiðju stjörnukokksins Gordons Ramsay.
Girni­leg­ur fisk­rétt­ur úr smiðju stjörnu­kokks­ins Gor­dons Ramsay. Ljós­mynd/​Gor­don Ramsay

Þriðju­dag­ur – Ljúf­fengt tóm­at­p­asta með basilíku og mozzar­ella­kúlu

Þenn­an rétt er fljót­legt að fram­reiða og ekta fyr­ir alla sæl­kera. Rétt­ur­inn er með heima­til­bú­inni tóm­at­basil sósu og fersk­um mozz­ar­ella.“

Ljúft og létt pastasalat.
Ljúft og létt pasta­sal­at. Ljós­mynd/​Thelma Þor­bergs­dótt­ir

Miðviku­dag­ur – Frönsk lauksúpa

„Ekk­ert er betra en að ylja sér við ljúf­feng­ar og mat­ar­mikl­ar súp­ur, þar sem bragðlauk­arn­ir fá að njóta sín.“ 

Þessi franska lauksúpa er alveg frábær.
Þessi franska lauksúpa er al­veg frá­bær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fimmtu­dag­ur – Góm­sæt vefja með suðrænu ívafi

„Hér er á ferðinni dúnd­ur góð vefja með ljóm­andi góðu hrá­efni.“

Guðdómlega góð vefja.
Guðdóm­lega góð vefja.

 

Föstu­dag­ur – Kjúk­linga­rétt­ur í mexí­kósósu

„Þessi kjúk­linga­rétt­ur er guðdóm­lega góður og hitt­ir ávallt í mark.“

Þessi kjúklingaréttur með mexíkóívafi bráðnar í munni.
Þessi kjúk­linga­rétt­ur með mexí­kóívafi bráðnar í munni. Ljós­mynd/​Sjöfn

Laug­ar­dag­ur – Húsó nauta­kjöts­sal­at með límónu og engi­fer

„Hér er á ferðinni dýrðlegt Húsó-nauta­kjötsal­at með límónu- og engi­fersósu sem er full­komið að njóta.“

Ómótstæðilega gott nautasalat að hætti Húsó.
Ómót­stæðilega gott nauta­sal­at að hætti Húsó. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sunnu­dag­ur - Boeuf Bourguignon með heima­lagaðri kart­öflumús

„Hér er á ferðinni hinn frægi klass­íski franski rétt­ur Boeuf Bourgignon þar sem nauta­kjöt er soðið með rauðvíni og græn­meti. Best er að bera rétt­inn fram með heima­lagaðri kart­öflumús.“

Þetta er hinn fullkomni vetrarréttur.
Þetta er hinn full­komni vetr­ar­rétt­ur. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert