Vikumatseðilinn að þessu sinni býður upp á fjölbreytta og bragðgóða rétti sem eiga vel við í janúarmánuði. Uppskriftirnar eru hver annarri girnilegri og leika við bragðlaukana. Hér eru á ferðinni réttir sem eiga rætur sínar að rekja til Frakklands, Ítalíu, Mexíkó og til Hússtjórnarskólans í Reykjavík svo fátt sé nefnt.
Mánudagur – Fitness fiskur að hætti Gordon Ramsay
„Þessi fiskréttur er ofurhollur og kemur úr smiðju stjörnukokksins Gordon Ramsay.“
Þriðjudagur – Ljúffengt tómatpasta með basilíku og mozzarellakúlu
„Þennan rétt er fljótlegt að framreiða og ekta fyrir alla sælkera. Rétturinn er með heimatilbúinni tómatbasil sósu og ferskum mozzarella.“
Miðvikudagur – Frönsk lauksúpa
„Ekkert er betra en að ylja sér við ljúffengar og matarmiklar súpur, þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín.“
Fimmtudagur – Gómsæt vefja með suðrænu ívafi
„Hér er á ferðinni dúndur góð vefja með ljómandi góðu hráefni.“
Föstudagur – Kjúklingaréttur í mexíkósósu
„Þessi kjúklingaréttur er guðdómlega góður og hittir ávallt í mark.“
Laugardagur – Húsó nautakjötssalat með límónu og engifer
„Hér er á ferðinni dýrðlegt Húsó-nautakjötsalat með límónu- og engifersósu sem er fullkomið að njóta.“
Sunnudagur - Boeuf Bourguignon með heimalagaðri kartöflumús
„Hér er á ferðinni hinn frægi klassíski franski réttur Boeuf Bourgignon þar sem nautakjöt er soðið með rauðvíni og grænmeti. Best er að bera réttinn fram með heimalagaðri kartöflumús.“