Þorskhnakkar með graskers- og basilpestó að hætti Jönu

Þorskhnakkar með graskers- og basilpestó er kærkominn fiskréttur til að …
Þorskhnakkar með graskers- og basilpestó er kærkominn fiskréttur til að njóta í janúar. Samsett mynd

Hér er á ferðinni mjög auðveld­ur og bragðgóður fisk­rétt­ur, er kem­ur úr smiðju Kristjönu Stein­gríms­dótt­ur heil­su­markþjálfa, sem þú munt vilja gera aft­ur og aft­ur. Þetta eru þorsk­hnakk­ar bakaðir með graskers- og basilpestói sem bragðast guðdóm­lega vel sam­an. Kristjana er bet­ur þekkt und­ir nafn­inu Jana og hægt er að fylgj­ast með henni og því sem hún töfr­ar fram reglu­lega á In­sta­gram-síðunni henn­ar hér.

Þorskhnakkar með graskers- og basilpestó að hætti Jönu

Vista Prenta

Þorsk­hnakk­ar með graskers- og basilpestó

  • 700 g fersk­ir þorsk­hnakk­ar
  • Graskers- og basilpestó (sjá upp­skrift hér fyr­ir neðan)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C hita.
  2. Setjið þorsk­hnakk­ana í eld­fast mót. 
  3. Dreifið hluta af graskers- og basilpestó­inu yfir þorskinn.
  4. Saltið og piprið og kreistið smá af ferskri sítr­ónu yfir.
  5. Bakið inn í ofni í um það bil 18 mín­út­ur.
  6. Berið fram með fersku sal­ati, bökuðu græn­meti og jafn­vel kart­öfl­um eða hrís­grjón­um og svo af­gang­in­um af pestó­inu til að toppa allt sam­an.

Graskers- og basilpestó

  • ½ bolli graskers­fræ
  • 20 g ferskt basil (1 box)
  • 10 g fersk stein­selja (½ box)
  • 1 hvít­lauksrif, af­hýtt
  • ½ sítr­óna, saf­inn
  • Smá salt og pip­ar
  • 250 ml eða um 1 bolli, ólífu­olía
  • 4 msk. rif­inn par­mesanost­ur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Blandið öllu nema ol­í­unni og par­mesanost­in­um sam­an í mat­vinnslu­vél eða með töfra­sprota.  Hellið svo smám sam­an ol­í­unni út í blönd­una og blandið ró­lega sam­an. 
  2. Hrærið svo að lok­um par­mesanost­in­um út í með skeið, ef þið ætlið að nota hann, sem ger­ir al­veg extra ljúft pestó.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert