Aioli-sósa - hin fulllkomna kalda sósa  

Aioli-sósan passar einstaklega vel með fiskréttum eins og saltfisk og …
Aioli-sósan passar einstaklega vel með fiskréttum eins og saltfisk og djúpsteiktum smokkfisk svo fátt eitt sé nefnt. Ljósmynd/Unsplash

Aioli-sósan er ótrúlega góð köld sósa sem passar einstaklega vel með fiskréttum, sérstaklega saltfisk. Auk þess bragðast hún vel með ferskum salötum og ýmsum smáréttum eins og djúpsteiktum smokkfisk svo fátt eitt sé nefnt. Þessi uppskrift er að hinni fullkomnu köldu aioli-sósu sem er sáraeinfalt að gera. Þegar sósan er gerð er hægt að velja hvort þið notið handþeytara, hrærivél eða mortél við gerð sósunnar.

Aioli-sósa

  • 5 dl ólífuolía
  • 2 eggjarauður
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk. Dijon sinnep
  • 1 tsk. sítrónusafi
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja eggjarauður og sinnep saman í skál.
  2. Bætið saman við pressuðum hvítlauk, salti og pipar og hrærið vel í þessu.
  3. Bætið ólífuolíu út í jafnt og þétt og hrærið á meðan.
  4. Mikilvægt er að passa að sósan skili sig ekki, það er að segja majónesið.
  5. Smakkið til með salti og sítrónusafa eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert