Hildur ætlar að lýsa fyrsta leik Íslands í glimmerstuði

Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og umhverfisfræðingur er þekkt fyrir að vera …
Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og umhverfisfræðingur er þekkt fyrir að vera gleðigjafi mikill og sniðugri en flestir. Hún mun toppa sig í næsta EM-glimmerpartíi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hildur Gunnlaugsdóttir, arkitekt og umhverfisfræðingur, meðeigandi arkitektastofunnar Stúdíó er þekkt fyrir að vera mikill gleðigjafi og sniðugri en flestir á mörgum sviðum. Hún er höfðingi heim að sækja og kanna að halda skemmtileg partí og á því verður engin undantekning þegar EM-handboltaveislan hefst hjá Íslendingum á morgun.

Hún er komin í glimmerstuð og ætlar að bjóða upp á guðaveigar með glimmer, skemmtilegheit og uppákomur og sælkerakræsingar.

Eiginmaðurinn, fyrrum handboltamaður og silfurdrengur horfir á alla leiki

Ætlar þú að fylgjast með „strákunum okkar á EM?

Já, ég kemst nú reyndar bara ekki hjá því en maðurinn minn, Hreiðar Levý Guðmundsson fyrrum handboltamaður og silfurdrengur en núverandi fasteignasali, horfir á alla leiki. Við frænka mín og stórvinkona, Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og lífskúnstner, ætlum að horfa á fyrsta leik Íslands og lýsa honum beint á Instagram live fyrir þau sem eru orðin leið á hefðbundnum íþróttalýsingum,“ segir Hildur leyndardómsfull á svipinn.

Áttu von á því að þeir komist áfram í keppninni?

Ég spái því að ef þeir skora nógu oft og verja markið vel þá komist þeir áfram í keppninni. Ég vona að þetta verði eitthvað sem þjálfarinn leggi sérstaka áherslu á, sér í lagi á móti Ungverjum sem hafa reynst liðinu erfiðir.

Býður þú í partí þegar leikir eru í gangi? 

, en maðurinn minn hefur sérstaklega gaman af handboltapartíum, það má eiginlega segja að þetta séu meira hans partí en mín en ég reyni að komast hjá því að fólk standi upp og öskri í mínum partíum á meðan hann hvetur til þess. Ég væri helst til í að banna blístur og trommur sem áhorfendur eru með og biðja þá um að haga sér eins og þeir séu að horfa á tennisleik. Hann er alveg ósammála,“ segir Hildur og hlær. 

Hildur er búin að nostrar við búbbluflöskurnar og klæða þær …
Hildur er búin að nostrar við búbbluflöskurnar og klæða þær í unhverfisvæna glimmerbúninga. Ljósmynd/Hildur Gunnlaugsdóttir

 Verður boðið upp á kræsingar?

„Já, algjörlega, það frábæra við handboltapartí er að einfaldar veitingar passa best sem er afskaplega gott núna svona stuttu eftir jól og áramót með öllu því umstangi,“ segir Hildur en þegar blaðamaður skoðar guðsveigarnar sem hún hefur skreytt er ekki annað að sjá metnaðurinn sé fyrir hendi.

Hildur er með puttann á púlsinum fyrir EM-partíið. Nammihlaðborðið hennar …
Hildur er með puttann á púlsinum fyrir EM-partíið. Nammihlaðborðið hennar er hið glæsilegasta og íslensku fánalitirnir skarta sínu fegursta. Ljósmynd/Hildur Gunnlaugsdóttir

Nammihlaðborð uppáhalds

Ertu til í að svipta hulunni af þínum uppáhaldsrétti sem á vel við þegar horft er á handboltaleik á skjánum? 

Nammihlaðborð, það er númer eitt, tvö og þrjú. Ég útbjó smá nammihlaðborð með því að setja bökunarpappír á eldhúseyjuna og fylla það síðan með ýmsu nammi þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, allt mjög klassískt eins og  litlir Daim bitar, súkkulaðihúðað Oreo, Curly wurly, Toblerone og varð ég að bæta við þjóðlegu Skalle hauskúpunammi en ég sá að það var til í fánalitunum sem skreytir um leið fallega borðið. Svo valdi ég uppáhalds snakkið hans Hreiðars og vegna þess að allt á að vera einfalt þá braut ég bara upp á pokana og bar það fram þannig og skreytti bara með fánaborðum og litlum krúttfánum sem ég fann í A4 - sparaði mér líka uppvaskið,“ segir Hildur sem er með eindæmum hugmyndarík og útsjónarsöm þegar kemur að uppsetningum sem þessari

Hildur ætlar líka að vera með bakaðan Camembert, en bakaður ostur nýtur mikilla vinsælda á íslenskum heimilum í dag í ýmsum útgáfum.

Hildur ætlar að bera fram bakaðan Camembert með chilliflögum sem …
Hildur ætlar að bera fram bakaðan Camembert með chilliflögum sem slær ávallt í gegn. Ljósmynd/Hildur Gunnlaugsdóttir

Mér finnst flestir elska bakaðan Camembert en ég hef verið að gera hann með chilliflögum, smjöri og hunangi núna undanfarið. Ég set ostinn í eldheitt form, sker svolítið í hann að ofan, set svo chilliflögur og hunang og svo þó nokkuð (um 2 matskeiðar) af smjöri ofan á. Inn í ofn á 190°C hita í um það bil 17 mínútur. Þetta er hættulega gott enda er fita og sæta best saman.

Síðan er það þessi dásamlega eðla, Axellotla eðlan hennar Hildar.
Síðan er það þessi dásamlega eðla, Axellotla eðlan hennar Hildar. Ljósmynd/Hildur Gunnlaugsdóttir

Síðan er það Axellotla eðlan hennar Hildar. „Það er í raun bara hefðbundin eðla nema í stað venjulegs rifins osts þá nota ég rifinn mexíkóost ofan á salsasósu og Philadelphia rjómaost. Heitið dregið af lítilli mexíkóskri eðlu sem við eigum. 

Bjór og búbblur í umhverfisvænum glimmer búning

Drykkjarföngin verða líka í stíl við kræsingarnar og í anda Hildar. „Ég býð upp á bæði bjór og búbblur, bara eina týpu af hvoru en bæði í litlum handhægum flöskum sem passa við einfalda þema-ið í partíinu. Ég byrjaði á því að setja sérstakt umhverfisvænt glimmer á alla flöskurnar en áttaði mig síðan á því að líklega yrði glimmer út um allt fram að næstu jólum þannig að ég lét duga að setja aðeins glimmer á nokkrar flöskur sem verða skraut eða að minnsta kosti þangað til allt annað klárast,“ bætir Hildur við. 

Hildur Gunnlaugsdóttir er með puttann á púlsinum fyrir EM-partíið.
Hildur Gunnlaugsdóttir er með puttann á púlsinum fyrir EM-partíið. Ljósmynd/Hildur Gunnlaugsdóttir

Það verður því stemning og stuð hjá Hildi og Hreiðari á morgun og ég mæli með „Instagram live hjá Hildi og Kamillu á morgun, föstudag klukkan 17 á Instagrammi Hildar hér.

Allt að vera klárt fyrir EM-partíið hjá Hildi.
Allt að vera klárt fyrir EM-partíið hjá Hildi. Ljósmynd/Hildur Gunnlaugsdóttir
Þetta er ekkert smá flott nammihlaðborð hjá Hildi.
Þetta er ekkert smá flott nammihlaðborð hjá Hildi. Ljósmynd/Hildur Gunnlaugsdóttir
Hildur er svo sannarlega sniðugri en flestir. Að setja búbbluflöskurnar …
Hildur er svo sannarlega sniðugri en flestir. Að setja búbbluflöskurnar í umhverfisvænan glimmerbúning gerir ótrúlega mikið fyrir partíborðið. Ljósmynd/Hildur Gunnlaugsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka