Próteinríkur bleikur límonaðiþeytingur

Girnilegur bleiki þeytingurinn hennar Lindu Ben og kærkominn til hefja …
Girnilegur bleiki þeytingurinn hennar Lindu Ben og kærkominn til hefja daginn á. Ljósmynd/Linda Ben

Linda Ben uppskriftahöfundur gerði þennan próteinríka bleika límonaðiþeyting á dögunum. Linda segir að áferðin sé silkimjúk og drykkurinn hæfilega þykkur. „Drykkurinn er sætur og súr á sama tíma, algjörlega ómótstæðilegur,“ segir Linda sem heldur úti uppskriftavefnum Linda Ben.

Þeytingurinn er vegan

Þeytingurinn inniheldur hafraskyr frá Veru og er því án mjólkurvara og er vegan, það er próteinríkt og gefur drykknum gott bragð og mjúka áferð. Hann inniheldur einnig frosinn banana, frosin hindber, kasjúhnetur og sítrónusafa.

Nýta frosna banana í þeyting sem þennan

Linda mælir með að setja banana sem eru við það að verða ofþroskaðir í fyrsti og nýta þá í þeyting sem þennan. „Maður þarf bara að muna að taka þá úr hýðinu fyrst og brjóta þá aðeins niður. Ég set þá yfirleitt box en það er líka hægt að nota frystipoka. Frosnir bananar eru algjört lostæti í þeyting og maður kemur í veg fyrir matarsóun með því að nýta þá á þennan hátt,“ segir Linda. Hér fyrir neðan má sjá Lindu útbúa þeytinginn á Instagram síðu sinni.

Próteinríkur bleikur límonaðiþeytingur

  • 1 frosinn banani
  • 200 frosin hindber
  • 50 g kasjúhnetur
  • Safi úr 1 sítrónu
  • 150 g hafraskyr með jarðarberjum frá Veru Örnudóttir

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefni ofan í blandara og blandið þar til allt hefur maukast saman.
  2. Ef blandan er of þykk fyrir blandarann er hægt að bæta 1 msk. af vatni út í til að auðvelda blandaranum lífið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert