Þrír spennandi morgunverðarstaðir í Munchen

Hér eru þrír morgunverðar- og brönsstaðir sem matarvefur mbl.is getur …
Hér eru þrír morgunverðar- og brönsstaðir sem matarvefur mbl.is getur mælt með fyrir svanga stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins að heimsækja. Samsett mynd

Hér eru þrír spennandi morgunverðarstaðir sem matarvefur mbl.is mælir með fyrir svanga handboltastuðningsmenn íslenska landsliðsins til að gæða sér á þegar stuðningsmenn arka um borgina og kynna sér lystisemdir Munchen.

French Touch Patisserie býður upp á girnilega og flotta morgunverðarrétti …
French Touch Patisserie býður upp á girnilega og flotta morgunverðarrétti með frönsku ívafi og alþjóðlegum blæ. Ljósmynd/French Touch Patisserie

French Touch Patisserie

Töff bakkelsi með alþjóðlegum blæ. Auk kruðirí og makkarónanna munu gestir finna litríkar tartalettur, súkkulaði sem bráðnar í munni og lítinn matseðil með bragðmiklum brönsréttum eins og pönnukökum, Egg Benedict, salötum og french toast.

Morgunverðurinn á Hungriges Herz er girnilegur og lokkar matgæðinga til …
Morgunverðurinn á Hungriges Herz er girnilegur og lokkar matgæðinga til sín. Ljósmynd/Hungriges Herz

Hungriges Herz

Hungraða hjarta okkar kallar oft á ferskt, heimabakað góðgæti. Fyrir þá sem vakna snemma og eða seint þá bíður staðurinn upp á vinsælan morgun- og hádegismat. Heimabakað góðgæti aðallega úr svæðisbundnu og fersku hráefni og goðsagnakenndar pönnukökur staðarins fá svöng hjörtu til að slá hraðar.

Hungriges Herz

Ljúffengar og hollar morgunverðaskálar eru vinsælar á Ivy Tagesbar.
Ljúffengar og hollar morgunverðaskálar eru vinsælar á Ivy Tagesbar. Ljósmynd/Ivy Tagesbar

Ivy Tagesbar 

Flatbrauð og blinis með útsýni er eitthvað sem gæti heillað. Þetta kaffihús er á fullkomnum stað í Munchen og býður upp á frábært útsýni yfir borgina. Sætin eru einstaklega þægileg og maturinn ótrúlegur  - sérstaklega cappuccinoo, smjördeigshorn og skálar. Þetta er fullkominn staður til að slaka á og njóta góðra veiga.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert