Grissini ítalskar brauðstangir sem þið eigið eftir að elska   

Þessar dásamlegu brauðstangir eiga vel við með ítölskum kræsingum.
Þessar dásamlegu brauðstangir eiga vel við með ítölskum kræsingum. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Eins og hefð er uppskrift fyrir helgarbaksturinn úr smiðju bakarans Árni Þor­varðar­sonar sem einnig er kenn­ari við Hót­el- og matvælaskólann. Að þessu sinni deil­ir hann með les­end­um upp­skrift að ítölskum brauðstöngum sem bera heitið Grissini og passa til að mynda einstaklega vel á ítalska veisluplatta með ostum, hráskinku, pylsum og ólífum. Nú er fram undan handboltaveisla á skjánum þar sem EM er komið á fullt og þá er lag að töfrar fram kræsingar til að bjóða upp á til að njóta með horft er á strákana okkar keppa. Eða í næsta partí eða matarboði.

Ómissandi á matarborð Ítala                  

Grissini er ómissandi á matarborð Ítala þar sem ítölsku brauðstangirnar eru fastur fylgihlutur með kjöti og ostum eða jafnvel eitt og sér. Grissini hefur verið hluti af ítalskri menningu í meira en 3.000 ár. Grissini er búið til með einfaldri uppskrift sem inniheldur hveiti, ger, vatn og ólífuolíu. Úr hráefnunum er búið til deig sem síðan er mótað í þunnar pylsur og teygt út. Oft er bætt við sesamfræjum og kryddjurtum og síðan eru þau sett í ofninn þar til þau verða stökk.

Í kjölfar verðbólgutímabils á Ítalíu fóru bakarar að framleiða brauð í smærri útgáfum en áður. Fólk fór þá að taka upp á því að kalla brauðið „grissino“ sem á ítölsku þýðist sem smærri. Grissini á sér áhugaverða sögu sem gaman er að fræðast um og eru sögurnar fjölbreyttar eins og þær eru margar.

Um helgina er upplagt að baka þessar og bjóða upp …
Um helgina er upplagt að baka þessar og bjóða upp á í næsta partíi eða sælkeraboði. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Grissini ítalskar brauðstangir                             

  • 550 g hveiti   
  • 7 g pressuger
  • 2 ½ dl vatn    
  • 1 dl ólífuolía  
  • 45 g smjör     
  • 2 tsk. salt                                           

Aðferð:                                                                                   

  1. Notið hrærivél með deigkróknum, blandið öllu hráefninu saman á lágum hraða þar til það hefur blandast vel saman, 2-3 mínútur. Aukið hraða hrærivélarinnar í miðlungs-lágan og blandið í 5 mínútur í viðbót.
  2. Látið standa á borði í 15 mínútur
  3. Rúllið deigið út á bökunarplötuna og látið hefast undir plasti í 30 mín
  4. Forhitið ofninn í 190°C.
  5. Gott er að pensla brauðstangirnar með ólífuolíu og strá parmesanosti eða sesamfræjum yfir.
  6. Skerið með pitsahjóli í passlegar stærðir.
  7. Raðið á bökunarplötu klædda bökunarpappír og setjið inn í ofn.
  8. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til brauðstangirnar eru ljósgylltar og stökkar.
  9. Gott er að skera aftur í deigið með pitsahjólinu áður en það kólnar. Þetta kemur í veg fyrir að þær festist saman.
  10. Takið í sundur og leyfið að þorna áður en pakkað.
  11. Berið fram með ítölsku kræsingum eða góðri máltíð eins og spaghettí bolognese eða lasagna eða það sem matarhjartað girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert