Húsó-uppskrift dagsins snittubrauð með ólífum

Heimabakað snittubrauð með ólífum á vel við um helgina.
Heimabakað snittubrauð með ólífum á vel við um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Eins og hefð er fyrir á laugardagsmorgnum þá er það Húsó-uppskrift úr hinu fræga eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um við Sól­valla­götu en þar eru mörg leynd­ar­mál geymd sem snúa að mat­ar­gerð og bakstri. Að þessu sinni deilir skóla­meist­ar­inn Marta María Arnarsdóttir upp­skrift að dýrindis snittubrauði með ólífum sem gott er að bera fram með ýmsum réttum. Snittubrauðið er líka einstaklega gott eitt og sér með góðri ólífuolíu að dýfa í smá salt og njóta.

Snittubrauð með ólífum

  • 3 stykki snittubrauð
  • U.þ.b. 2 ½ dl ylvolgt vatn
  • 2 ½ tsk. ger
  • 1 msk. olía
  • 1 tsk. sykur
  • 5 dl hveiti
  • 2 msk. hveitiklíð ef vill
  • 1 tsk. salt
  • 3 dl ólífur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn.
  2. Setjið ylvolga vatnið í skál og blandið gerinu varlega saman við með sleif.
  3. Bætið síðan olíunni og sykrinum saman við ásamt hinum þurrefnunum.
  4. Bætið ólífum saman við í lokin.
  5. Látið deigið hefast í u.þ.b. 30-50 mínútur.
  6. Mótið 3 aflöng brauð.
  7. Látið hefast aftur í 15 mínútur eða látið inn í kaldan ofn.
  8. Bakið við 180°C í um það bil 15-25 mínútur eða þar til brauðin eru orðin gullinbrún.
  9. Tíminn fer eftir stærð brauða og getur verið mismunandi á milli ofna.
  10. Berið fram með því sem ykkur langar til.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert