Eins og hefð er fyrir á laugardagsmorgnum þá er það Húsó-uppskrift úr hinu fræga eldhúsi í Hússtjórnarskólanum við Sólvallagötu en þar eru mörg leyndarmál geymd sem snúa að matargerð og bakstri. Að þessu sinni deilir skólameistarinn Marta María Arnarsdóttir uppskrift að dýrindis snittubrauði með ólífum sem gott er að bera fram með ýmsum réttum. Snittubrauðið er líka einstaklega gott eitt og sér með góðri ólífuolíu að dýfa í smá salt og njóta.
Snittubrauð með ólífum
- 3 stykki snittubrauð
- U.þ.b. 2 ½ dl ylvolgt vatn
- 2 ½ tsk. ger
- 1 msk. olía
- 1 tsk. sykur
- 5 dl hveiti
- 2 msk. hveitiklíð ef vill
- 1 tsk. salt
- 3 dl ólífur
Aðferð:
- Byrjið á því að hita ofninn.
- Setjið ylvolga vatnið í skál og blandið gerinu varlega saman við með sleif.
- Bætið síðan olíunni og sykrinum saman við ásamt hinum þurrefnunum.
- Bætið ólífum saman við í lokin.
- Látið deigið hefast í u.þ.b. 30-50 mínútur.
- Mótið 3 aflöng brauð.
- Látið hefast aftur í 15 mínútur eða látið inn í kaldan ofn.
- Bakið við 180°C í um það bil 15-25 mínútur eða þar til brauðin eru orðin gullinbrún.
- Tíminn fer eftir stærð brauða og getur verið mismunandi á milli ofna.
- Berið fram með því sem ykkur langar til.