Matarmikið og djúsí nautasalat fyrir nautnaseggi

Girnilegt þetta matarmikla og djúsí nautasalat.
Girnilegt þetta matarmikla og djúsí nautasalat. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Ef ykkur langar í matarmikið og djúsi salat þá er lag að prófa þetta. Hér er á ferðinni nautasalat með sultuðum balsamik lauk sem bæði bragðgott og matarmikið. Uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars matar- og lífsstílsbloggara með meiru hjá Gotterí og gersemar. Þetta er sannkallað janúarsalat sem ljúft er að njóta á góðum degi. 

Nautasalat með sultuðum balsamik lauk

Fyrir 4

Nautasalat

  • 500 g nautalund
  • ½ salathaus
  • 100 g klettasalat
  • 1 stk. krukka sultaður balsamik laukur frá ORA
  • 250 g jarðarber
  • 125 g hindber
  • 1 stk. granatepli
  • 3 lúkur furuhnetur
  • 2 lúkur kasjúhnetur
  • Parmesanostur
  • Grillkrydd
  • Balsamik dressing (sjá uppskrift að neðan)

Aðferð:

  1. Útbúið balsamik dressinguna.
  2. Grillið eða steikið nautalundina þar til hún hefur náð þeirri eldun sem þið óskið eftir og kryddið eftir smekk (ég tók mína af þegar kjarnhiti var um 55°C og leyfði henni að hvíla í um 15 mínútur áður en ég skar hana).
  3. Raðið salati á stórt fat/skál, skerið niður jarðarber og losið berin úr granateplinu.
  4. Ristið furuhnetur og kasjúhnetur á pönnu.
  5. Raðið öllu saman; salati, balsamik lauk, jarðarberjum, hindberjum, granatepli, hnetum og rífið parmesanost yfir.
  6. Setjið síðan balsamik dressingu yfir eftir smekk.
  7. Berið fram og njótið.

Balsamik dressing

  • 140 ml ólífuolía
  • 70 g balsamik gljái
  • 3 msk. púðursykur
  • 3 msk. sojasósa

Aðferð:

  1. Vigtið allt í pott og náið suðunni síðan upp, lækkið hitann og leyfið að malla þar til sykurinn er uppleystur.
  2. Setjið út á salatið eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert