Sandra Erlingsdóttir landsliðskona og atvinnumaður í handbolta á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Hún leggur áherslu á að borða hollan og góðan mat og velja næringu sem gefur henni orku út daginn.
Sandra er búsett í Þýskalandi ásamt kærastanum sínum, Daníel Þór Ingasyni en þau eru bæði atvinnumenn í handbolta. Sandra spilar með Tussies Metzingen og Daníel spilar með HBW Balingen-Weilstetten. Hún er einnig eigandi næringarþjálfunarinnar Ps. Árangurs sem er næringarþjálfun fyrir fólk á öllum aldri.
Aðspurð segir Sandra að öll hennar helstu áhugamál snúist um hreyfingu, mataræði og öllu í raun sem tengist heilbrigðum lífsstíl. „Ég hef talið macros í mörg ár sem hjálpar mér að fá inn nóg af næringu úr hverjum næringarflokk fyrir sig sem er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar við nærumst. Það hefur hjálpað mér að komast í heilbrigt samband við mat og átta mig á því að maður verður að borða nóg og vel til að ná sínum markmiðum. Ég tel nú ekki macros alla daga ársins en eftir að hafa talið í nokkur ár tel ég mig vera með ótrúlega góða stjórn á mínu mataræði og leyfi ég mér orðið allt í hófi,“ segir Sandra.
Sandra er búin að setja saman girnilegan vikumatseðil fyrir lesendur sem er sérstaklega góður fyrir þá sem vilja ná árangri á æfingum samhliða því að hugsa um líkamann og þá orku sem hann þarf. Hægt er að fylgjast með Söndru og því sem hún er að gera í næringaþjálfuninni Ps. Árangur hér.
Mánudagur – Lax að hætti eldhúsgyðjunnar
„Ekkert betra en að byrja nýja viku á góðum fisk.“
Þriðjudagur – Sterkur núðluréttur að hætti Söndru
„Hér er uppskrift að mínum eigin núðlurétt sem er sterkur og rífur. Hann er í algjöru uppáhaldi hjá mér er fullkominn á þriðjudagskvöldi.“
Núðluréttur Söndru
Fyrir 5 (5 skammtar)
Kremuð sósa
Núðlur
Aðferð:
Byrjið á því að að blanda saman öllum innhaldsefnunum fyrir kjúklinginn í skál, bætið síðan við kjúklingnum í og veltið honum upp úr sósunni þangað til hann er allur í sósunni.
Steikið hann á pönnu með sprey-olíu þar til hann er orðinn gullinn brúnn, einnig hægt að elda í ofni eða í airfryer.
Bætið við á miðlungsheita pönnu innihaldsefnunum úr sósunni þar til allt er orðið vel blandað.
Bætið síðan við um það bil 750 g af elduðum núðlum og hrærið saman.
Í lokinn bætið við eldaða kjúklingnum, blandið saman og látið malla í um það bil 5 mínútur eða þar til rétturinn er orðinn kremaður.
Skiptið síðan réttinum niður í 5 parta (eða færri) og geymið í ísskáp í allt að 3 daga eða í frysti í allt að 3 mánuði. Þá getið þið fengið ykkur einn skammt í senn ef vill.
Sjá réttinn hér líka:
Miðvikudagur – Píta með heimagerðri pítusósu
„Okkur finnst mjög gott að fá okkur einn vegan rétt á viku og miðvikudagar eru góðir dagar fyrir vegan.“
Fimmtudagur – Kjúklingaréttur með sriracha sósu
„Leikum okkur með mismunandi rétti enn þessi er einfaldur og hrikalega góður.“
Föstudagur – Djúsí próteinpítsa
„Hér er það svo vinsæla skyrpitsan frá Helgu Möggu macros vinkonu okkar Ps. Árangurs.“
Laugardagur – Kjúklingavefjur
„Leikdagur og þá er það einföld kjúklingavefja.“
Sunnudagur – Ljúffengur kjúklingaborgari
„Við elskum góðan hamborgara, sérstaklega kjúklingaborgara og þessi hér í algjöru uppáhaldi.“