Langdýrasti hamborgari landsins lækkar í verði

Nú kostar hinn frægi hamborgari á veitingastaðnum Kastrup 4.890 krónur.
Nú kostar hinn frægi hamborgari á veitingastaðnum Kastrup 4.890 krónur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Langdýrasti hamborgari landsins rokselst. Svona hljómaði fyrirsögnin á fréttinni sem var mest lesna fréttin á matarvef mbl.is á liðnu ári. Hinn víðfrægi hamborgari prýðir ennþá matseðilinn á veitingastaðnum Kastrup og nýtur fádæma vinsælda.

Hefur lækkað um 1.000 krónur

Nú er raunin önnur, hamborgarinn hefur ekki hækkað eins og margir hefðu haldið vegna verðbólgunnar og almennra verðlagsbreytinga, heldur gerði Jón Mýrdal veitingamaður og félagar hans enn betur og lækkuðu verðið á hamborgaranum fræga og nú kostar hamborgarinn á Kastrup 4.890 krónur, 1.000 krónum ódýrari en hann kostaði í fyrra.

Jón Mýrdal og fé­lag­ar hans bættu við lúxus ham­borg­ara á mat­seðil Kastrup á liðnu ári og vakti sú viðbót mikla at­hygli. Bæði fyrir bragðgæðin og ekki síður verðið, en hamborgarinn þykir ómótstæðilega góður og hann kost­aði 5.890 krón­ur í fyrra og var þá lang­dýr­asti ham­borg­ari lands­ins.

Tryggja áframhaldandi stöðugleika

„Varðandi hamborgarann sívinsæla, þá þurftum við að minnka kjötmagnið til að tryggja rétta og jafna steikingu á kjötinu og hann er því 180 g eftir breytinguna. Ég ákvað meðvitað að lækka verðið hamborgaranum til að koma til móts við kröfurnar í þjóðfélaginu og stuðla að óbreyttu verði til neytenda og jafnframt tryggja þannig áfram­hald­andi stöðug­leika. Engar hækkanir eru því á matseðli og það stendur ekki til að hækka verðið,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður á Kastrup.

Jón Mýrdal veitingamaður á Kastrup og félagar hans gerðu vel …
Jón Mýrdal veitingamaður á Kastrup og félagar hans gerðu vel og lækkuð verðið á dýrasta hamborgara landsins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert