Svona gerir Linda Ben lasanja

Linda Ben deilir með fylgjendum sínum sinni uppáhaldsuppskrift að lasanja.
Linda Ben deilir með fylgjendum sínum sinni uppáhaldsuppskrift að lasanja. Samsett mynd

Linda Ben uppskriftahöfundur deildi uppskrift að lasanja á dögunum eins og hún gerir það. Í lasanja-uppskrift hennar er meira af grænmeti með kjötinu. Hún er með lauk, sveppi, gulrætur og brokkólí í sínu lasanja sem fellur örugglega vel í kramið hjá mörgum. Gaman er að sjá mismunandi útfærslu að lasanja og hér er klassíski grunnurinn í forgrunni og búið að bæta við eins og áður sagði auka grænmeti og kjötsósan spilar aðalhlutverkið án ostasósunnar ítölsku. Upplagt er að bera lasanjað fram með nýbökuðu ítölsku brauði, fersku salati og nóg að parmesanosti.

Lasanja að hætti Lindu Ben lítur vel út.
Lasanja að hætti Lindu Ben lítur vel út. Ljósmynd/Linda Ben

Lasanja að hætti Lindu Ben

  • ½ laukur
  • 3 gulrætur
  • 150 g sveppir
  • 200 g brokkolí
  • U.þ.b. 1 msk. smjör eða olía til að steikja upp úr
  • U.þ.b. 5-6 hvítlauksgeirar
  • 500 g ungnautahakk
  • 1 msk. oreganó
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1 tsk. timian
  • 2 tsk. basil
  • 2 dósir (hver dós 400 g) niðursoðnir Mutti tómatar ef vill
  • 1 krukka (400 g) Basilico tómatpastasósa frá Barilla ef vill
  • Lasanjablöð frá Barilla ef vill
  • 400 g rifinn hreinn mozzarella-ostur 

Aðferð:

  1. Skerið niður laukinn, gulræturnar, sveppina og brokkolíið. Setjið á pönnu og steikið létt upp úr smjöri eða olíu.
  2. Rífið hvítlauksgeirana út á pönnuna með rifjárni.
  3. Bætið nautahakkinu á pönnuna og kryddunum, steikið þar til kjötið er steikt í gegn.
  4. Skerið niðursoðnu tómatana niður og bætið þeim svo út á pönnuna ásamt safanum af þeim sem er í dósinni.
  5. Bætið einnig pastasósunni út á pönnuna og látið malla í smá stund, smakkið til og bætið við meira af kryddunum ef ykkur finnst vanta.
  6. Kveikið á ofninum og stillið á 190°C, undir- og yfirhita.
  7. Takið stórt eldfast mót, mitt er 36×23 cm, setjið kjötsósu í botninn á forminu þannig að það þeki botninn en þunnt. Setjið lasanjablöð ofan á og aftur þunnt lag af kjötsósu svo það þeki lasanjablöðin.
  8. Setjið aftur lasanjablöð yfir, setjið svo rifinn ost yfir lasanjablöðin og svo kjötsósu, endurtakið þar til kjötsósan er búin, efst á að vera kjötsósa og rifinn ostur ofan á henni.
  9. Bakið lasanjað í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast og lasanjablöðin orðin mjúk þegar stungið er í lasanjað.
  10. Takið lasanjað út úr ofninum og leyfið því að jafna sig í u.þ.b. 15 mínútur áður en það er skorið i það.
  11. Berið fram með því sem ykkur langar til.
View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert