Þriðji veitingastaðurinn, 2Guys, opnaði á föstudaginn 19. janúar síðastliðinn við Ægissíðu 123 í Vesturbæ Reykjavíkur við mikinn fögnuð Vesturbæinga. Opnunarpartí var haldið í tilefni þessa þar sem boðið var upp á smassborgarana sem hafa slegið í gegn. Gestir fjölmenntu og gæddu sér á hamborgurunum.
Markmiðið hefur frá upphafi verið að bjóða upp á allra bestu smassborgara sem völ er á, á Íslandi og þótt víðar væri leitað að sögn Hjalta Vignissonar framkvæmdastjóra og eiganda 2Guys. Staðurinn hlaut viðurkenningu Reykjavík Grapevine 2022 sem „Best newcomer“ í borgarasenunni og 2023 sem „Best burger of Reykjavík“ sem er mikill heiður fyrir staðinn.
Aðspurður segir Hjalti að Hjaltason Special hamborgarinn sé samspil frábæra úrvalshráefna ásamt ríflegu magni af osti, borgarinn inniheldur fimm ostsneiðar sem gerir hann einstakan. Hjaltason Special sem er leyndardómsfulli borgarinn, „sectret menu“, og er ekki á matseðil heldur verður fólk að biðja sérstaklega um hann. „Allar sósur eru lagaðar frá grunni innanhúss, 2Guys teymið býr sjálft til kúlur úr kjötinu til að smassa það,“ segir Hjalti.
Ljósmyndarinn Morgunblaðsins, Árni Sæberg, mætti á svæðið og fangaði stemninguna á grillinu og inni á staðnum í tilefni opnunarteitisins þar sem gleðin var við völd.