Bleika hefðarfrúin eplabakan hennar Önnu

Falleg eplabakan hennar Önnu Bjarkar og bragðast dásamlega vel.
Falleg eplabakan hennar Önnu Bjarkar og bragðast dásamlega vel. Ljósmynd/Anna Björk

Hér er á ferðinni klassísk eplakaka stendur alltaf fyrir sínu og kemur úr smiðju Önnu Bjarkar Eðvarðsdóttur sem heldur úti uppskriftasíðunni Anna Björk matarblogg. Nafnið á eplabökuninni kemur frá eplunum sem Anna notar í bökuna en þessi baka er með „Pink Lady“ eplum, sem eru í uppáhaldi hjá henni. Uppskriftin er einföld og eplabakan bragðast dásamleg vel. Ljúft er að bera hana fram með þeyttum rjóma eða ís, ef bakan er borin fram volg.

Eplabakan bleika hefðarfrúin

Fyrir 8

  • 130 g smjör, mjúkt
  • 140 g sykur
  • 3 stór egg
  • 230 g hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 0.8 dl mjólk
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 3 stór Pink Lady epli, kjarnhreinsuð og skorin í um 2 cm báta
  • Sítrónu safi eftir smekk
  • 3 msk. hrásykur
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. kanill 

Meðlæti:

  • Þeyttur rjómi
  • Rjómaís

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 170°C
  2. Smyrjið 20 cm lausbotna form vel að innan og skerið út bökunarpappír setjið í botninn á forminu. 
  3. Það er gott að vera búin að vigta allt hráefnið í kökuna og skera eplin og velta þeim upp úr sítrónusafa svo þau dökkni ekki, áður en þ byrj
  4. Setjið mjúkt smjörið og sykurinn í hrærivélaskál og hrærið þar til blandan verður létt og ljós.  Bætið einu eggi og einu eggi út í í einu og hrær í vel á milli. 
  5. Gott er að skafa niður skálina á milli meðan deigið hrærist saman.
  6. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og blandið út í smjörhræruna og hrær vel í.
  7. Hellið síðan mjólkinni og bætið vanillunni út í og látið hrærast þar til deigið er létt og áferðar slétt. 
  8. Skafið deigið úr skálinni í formið og slétt úr því.
  9. Raðið síðan eplunum fallega ofan á deigið og þrýstið sneiðunum létt ofan í deigið, með börkinn upp. 
  10. Blandið kanilsykrinum í litla skál og dreifið síðan yfir honum bökuna. 
  11. Setjið formið inn í miðjan ofninn og bakið í 40 mínútur.  
  12. Bakan er tilbúin þegar brúnirnar á henni hafa losnað frá kantinum á forminu og hún gefur létt eftir þegar þrýst er létt ofan á hana. 
  13. Bakan geymist í ísskáp í um það bil 3 daga og frystist auðveldlega.
  14. Berið hana helst fram ylvolga með þeyttum rjóma og/eða ís og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert