Heilsumamman Oddrún Helga Símonardóttir veit sitthvað um hollustu. Hún er með matreiðslunámskeið á netinu sem kemur fólki í gang á nýju ári.
Nýja árið hefst hjá mörgum á hollustu og meiri hreyfingu eftir hátíðirnar. Margir setja sér það markmið að huga betur að heilsunni og er þá mataræðið það fyrsta sem fólk þarf að endurskoða. Þó að hreyfing sé okkur nauðsynleg skiptir miklu máli fyrir kroppinn að hann fái góða og holla næringu og minna af vondri fitu og sykri.
Oddrún hefur í áratug þróað matreiðslunámskeið og uppskriftir sem eiga það sameiginlegt að hollustan er þar í fyrirrúmi.
Eftir nám í heilsumarkþjálfun byrjaði Oddrún að bjóða upp á matreiðslunámskeið í eldhúsinu heima. Í kjölfarið fór hún víða með námskeið en eftir covid hóf hún að bjóða upp á netnámskeið sem hafa verið vinsæl.
„Nú er ég með námskeið á netinu þar sem við tengjumst með zoom eða facebook live og allir eru að elda heima í eldhúsinu hjá sér. Þetta fyrirkomulag byrjaði í covid en ég hef haldið því áfram því það reyndist svo vel og þá getur líka öll landsbyggðin mætt á námskeið. Nú er ég að bjóða upp á fjögurra vikna námskeið þrisvar á ári. Fyrir utan netnámskeiðin hafa namminámskeiðin líka verið vinsæl hjá fyrirtækjum, hópum og saumaklúbbum,“ segir hún og segist einmitt vera að byrja með nýtt námskeið í dag, sunnudag.
„Í raun kviknaði áhuginn hjá mér fyrir meira en áratug þegar dóttur minni leið alltaf svo illa en hún var með mikið mjólkuróþol, exem í húð og meltingin í ólagi. Ég sá þá að maturinn hafði meiri áhrif en maður áður trúði. Mér fannst á þeim tíma lítið talað um þessi mál og ekki til mörg matarblogg sem væru með heilsuuppskriftir, heldur voru bloggin þá meira „gourmet“ með rjóma og osti,“ segir Oddrún og segist hafa leitað þá meira í erlendar síður.
„Við tókum svo mataræðið í gegn og dóttur minni fór að líða betur,“ segir Oddrún sem í kjölfarið opnaði sjálf heimasíðuna heilsumamman.com. Þar má finna uppskriftir og fróðleik, auk upplýsinga um námskeiðin.
Á heimili Oddrúnar er áhersla lögð á ferskt hráefni, góð krydd og litríkan mat.
„Í dag eldum við ótrúlega fjölbreyttan mat. Við eldum mest frá grunni og ég nota mikið krydd og ferskar kryddjurtir, hvítlauk og engifer. Ég komst að því fyrir sex árum að ég er með glútenóþol og ein dóttir mín er grænmetisæta þannig að við erum að brasa ýmislegt,“ segir hún og hlær.
Hvaða ráð gefur þú fólki sem vill bæta mataræðið?
„Það er mikilvægt að borða alvörumat en ekki unnar vörur. Í janúar er rosagott að elda góðar súpur og pottrétti sem eru fullir af grænmeti og svo má ekki gleyma að drekka nóg af vatni og mér finnst fínt að fá mér jurtate. Svo er góð regla að borða litríkt því margir sem ætla að taka sig á fara oft í mikið af mjólkurvörum og unnum tilbúnum prótínvörum. Betra er að borða fjölbreytt og mikið af grænmeti og ávöxtum; litríkt og ferskt!“
Ljúffengt lambagúllas
Fyrir 5
Aðferð:
Karrí-kókossúpa
Fyrir 5
Aðferð:
Stökkir döðluklattar
Aðferð: