Amma Don með fimm tilnefningar

Leó Snæfeld, yfirbarþjónn á Ömmu Don, hlaut verðlaun í fyrra.
Leó Snæfeld, yfirbarþjónn á Ömmu Don, hlaut verðlaun í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kokteilbarinn Amma Don, sem rekinn er samhliða hinum leyndardómsfulla veitingastað Óx við Laugaveg, fékk flestar tilnefningar á barþjónakeppninni Bartenders Choice Awards, fimm talsins. Tilnefningarnar voru kunngjörðar á Bingo á dögunum og greint var frá þeim á veitingageirinn.is.

Bartenders Choice Awards er norræn barþjónakeppni þar sem dómnefnd veitingamanna í hverju landi tilnefnir þá einstaklinga, bari og veitingastaði sem þykja hafa staðið upp úr bransanum í hverjum flokki fyrir sig. Þetta verður í fjórtánda sinn sem Bartenders Choice Awards er haldin og fimmta árið sem Ísland tekur þátt.

Brút, Oto og Skreið hlutu tilnefningu sem besti veitingastaðurinn en besta kokteilaseðilinn er að finna á Ömmu Don, Tipsy og Bingo. Tilnefningar fyrir besta andrúmsloftið hlutu Amma Don, Bingo og Kaldi en fyrir besta nýja kokteilabarinn voru tilnefndir Tipsy, Oto og Amma Don. Bestu kokteilabarirnir eru Amma Don, Bingo og Jungle en bestu barþjónarnir eru Jakob Eggertsson á Bingo og Jungle, Leó Snæfeld á Ömmu Don en hann hlaut verðlaunin í fyrra og Hrafnkell Ingi á Skál.

Tilnefningar sem rísandi stjörnur hlutu David Hood á Kjarval, Darri Már Magnússon á Oto og Davidas Delturas á Sæta svíninu og Tres Locos og þeir Friðbjörn Pálsson, Ivan Svanur Corvasce og Jónas Heiðarr eru tilnefndir fyrir að beita sér fyrir framþróun bransans. Að síðustu ber að geta tilnefninga fyrir besta „signature“-kokteilinn en þær hlutu Skál fyrir Three citrus gimlet, Edition fyrir Diplomatic Immunity og Bingo fyrir Feet. Úrslit verða kynnt 18. mars í Kaupmannahöfn á sérstökum hátíðarkvöldverði.

Fréttin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. janúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert