Edamame-baunaréttur sem rífur í

Frumlegur og bragðgóður réttur með edamame baunum með chilli, hvítlauk …
Frumlegur og bragðgóður réttur með edamame baunum með chilli, hvítlauk og sesamfræjum. Ljósmynd/Sjöfn

Þessar edamame baunir eru hreint sælgæti, svo ljúffengar og bragðgóðar. Þessi réttur slær ávallt í gegn og iðulega kalla matargestir eftir uppskriftinni. Það er svo gaman að bera þær fram og skreyta kringum þær. Margir vita ekki hvað edamame baunir eru í raun og veru en þær eru fræbelgur sem lítur út eins og stórar grænar baunir með litlu fræi inni. Hægt er að borða þær eins og þær eru eða útbúa á margvíslegan hátt til að bera fram einar sér, sem forrétti eða bjóða upp á þær sem meðlæti. Sérstaklega með Suður- amerískum mat og asískum mat. 

Baunirnar eru borðaðar innan úr belgnum og belgnum síðan hent. Því er oft gott að hafa sér disk til hliðar fyrir belginn. Einnig er gaman að bera þennan rétt fram með prjónum og skreyta með heilum chilli pipar og límónubátum

Stútfullar af próteini

Edamame baunirnar er að þær eru bæði hollar og ljúffengar, stútfullar af próteini og henta mörgum meðal annars þeim sem eru vegan. Einnig innihalda þær heilbrigt magn af fitu, sem gerir þær  góðri uppsprettu til að byggja upp vöðva á sama tíma og líkamsfita minnkar.

Baunirnar eru seldar frosnar í pokum í flestum matvöruverslunum landsins og því er kærkomið að eiga ávallt poka í frystinum sem hægt er að grípa í þegar töfra þarf fram sælkerarétt á augabragði.

Edamame baunir með chilli, hvítlauk og sesamfræjum

  • 1 pk frosnar Edamame baunir (500 g)
  • 2-3  litlir hvítlaukar, saxaðir (þessir í hvítu körfunni)
  • 2 stk. ferskur rauður chilli pipar, saxaður
  • 1-2 tsk. chilli flögur
  • Sesamfræ eftir smekk, ristuð (kaupa óristuð)
  • Svartur pipar eftir smekk
  • Gfar saltflögur eftir smekk
  • Ólífuolía til steikingar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að rista sesamfræin og hafið magn eftir eftir smekk, tekur örstutta stund.
  2. Setjið sesamfræin í skál og takið til hliðar.
  3. Setjið síðan vatn í pott og látið sjóða.
  4. Þegar suðan er komin upp hellið Edamame baununum í vatnið og stráið örlitlu saltflögum yfir og látið sjóða í um það bil 2-3 mínútur.
  5. Hellið vatninu af baununum gegnum sigti.
  6. Hitið pönnu með ólífuolíu og náið góðum hita.
  7. Þegar ólífuolían er orðin heit setjið þá saxaða hvítlaukinn og chilli piparinn út á pönnuna og steikið þar til hvítlaukurinn og chilli piparinn eru orðnir mjúkir.
  8. Bætið þá baununum við og steikið.
  9. Leyfið baunum síðan að malla aðeins saman við.
  10. Bætið loks við sesamfræjunum.
  11. Kryddið í lokin með chilli flögum, svörtum pipar og grófu salti, fallegt að vera með svartar saltflögur.
  12. Berið edamame fram á fallegum disk eða skál og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert