Brakandi gott núðlusalat með hnetudressingu

Núðlusalat með kjúkling og hnetudressingu að hætti Berglindar Hreiðars.
Núðlusalat með kjúkling og hnetudressingu að hætti Berglindar Hreiðars. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Þetta núðlusalat er ótrúlega ljúffengt og matarmikið. Svo ferskt og brakandi gott og hnetudressingin er alveg dásamlega góð. Þetta núðlusalat kemur úr smiðju eldhúsgyðjunnar Berglindar Hreiðars sem heldur úti uppskriftasíðunni Gotterí og gersemar.

Núðlusalat með hnetudressingu

Fyrir 4-6

  • 200 g eggjanúðlur
  • 1 pk. Ali Sous Vide kjúklingabringur með hvítlauk og smjöri (um 500 g)
  • 100 ml teriyaki sósa
  • 250 g gulrætur
  • 250 g rauðkál
  • 250 g agúrka (um ¾ af gúrku)
  • Romaine salat (einn haus)
  • ½ límóna (safinn)
  • 1 lúka saxaður vorlaukur
  • 1 lúka saxað kóríander
  • 1 lúka saxaðar jarðhnetur
  • Ólífuolía
  • Hnetudressing (sjá uppskrift hér að neðan)

Aðferð:

  1. Sjóðið eggjanúðlur eftir leiðbeiningum á pakka og kælið síðan alveg.
  2. Gott er að hella smá ólífuolíu yfir þær í sigtinu þegar þið takið vatnið frá og hrista inn í þær svo þær klessist ekki saman á meðan þær bíða.
  3. Skerið kjúklingabringurnar niður og hitið við meðalhita á smá ólífuolíu, hellið síðan teriyaki sósunni yfir og hitið saman í 1-2 mínútur.
  4. Slökkvið á hellunni og geymið kjúklinginn þar til setja á salatið saman.
  5. Skerið gulrætur, rauðkál og agúrku í fína strimla.
  6. Saxið niður romaine salat og kreistið safann úr hálfri límónu yfir allt.
  7. Bætið kjúklingnum saman við og hluta af hnetusósunni og blandið öllu varlega saman.
  8. Toppið með vorlauk, kóríander og jarðhnetum eftir smekk ásamt meiri hnetusósu.

Hnetudressing

  • 6 msk. hnetusmjör
  • 2 msk. sojasósa
  • 3 msk. hunang
  • 2 msk. sesamolía
  • ½ msk. hvítvínsedik
  • 1 tsk rifið engifer
  • 3 hvítlauksrif (rifin)
  • Chilli- eða Cheyenne pipar (má sleppa)

Aðferð:

  1. Pískið öll hráefni saman í skál og setjið á salatið eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert