Stella býður upp á girnilegan vikumatseðil

Stefanía Sigurðardóttir, betur þekkt sem Stella framkvæmdastjóri Viðreisnar, býður upp …
Stefanía Sigurðardóttir, betur þekkt sem Stella framkvæmdastjóri Viðreisnar, býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni sem er hinn girnilegasti.

Stefanía Sigurðardóttir, betur þekkt sem Stella framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er hinn girnilegasti. Ef hún á að velja á milli þess að baka eða elda þá velur hún oftast að baka og skellir hún oft í kökur um helgar fyrir gesti og kannski bara fyrir sig. Það sem henni finnst erfiðasta við eldamennskuna er að ákveða hvað það er sem skal elda þann daginn. „Þá koma svona vikulistar að góðum notum. Blessunarlega borða allir heimilismenn flest og því er frábært að styðjast við svona lista. En þú munt ekki finna hrísgrjón eða humar á boðstólum hjá mér því ég er með ofnæmi fyrir slíku,“ segir Stella og hlær.

Lykilatriðið að maturinn sé góður

„Mér finnst æðislegt að bjóða fólkinu mínu í mat og finnst lykilatriði að hafa alltaf nóg handa öllum og geri því yfirleitt mat fyrir tíu þegar það eru fimm í mat. En þá er lykilatriði að maturinn sé góður, því þá borðar fólk meira og maður sættir sig frekar við að borða afganga daginn eftir. Hér er svo vikumatseðill sem fjölskyldan mín væri hæstánægð með:“

Mánudagur – Fiskibollurnar hennar ömmu Ellu

„Þar sem þriggja ára sonur minn elskar bollur þá byrjum við vikuna á geggjuðum fiskibollum.“

Fiskibollurnar eru ómótstæðilega girnilegar.
Fiskibollurnar eru ómótstæðilega girnilegar. Ljósmynd/Eva Ýr Gunnarsdóttir

Þriðjudagur – Sveppasúpa og ostabrauð

„Þriðjudagar geta verið krefjandi sérstaklega á veturna og þá er notalegt að fá góða súpu með mikið af brauði. Litli strákurinn okkar elskar líka súpur og því er best að gera nóg af henni.“

Himnesk sveppasúpa borin fram með ostabrauði.
Himnesk sveppasúpa borin fram með ostabrauði.

Miðvikudagur Mozzarella – fylltar kjötbollur

„Mamma hefur alltaf verið einstaklega góð í að gera pasta og því erum við mikið pastafólk, og það er fátt sem toppar góðar kjötbollur og pasta.“

Kjötbollur fylltar með mozzarellaosti bornar fram með pasta.
Kjötbollur fylltar með mozzarellaosti bornar fram með pasta.

 

Fimmtudagur – Lúxus samloka

„Stundum þarf maður bara eitthvað fljótlegt en gómsætt eins og samloku eða eitthvað og þá klikkar þessi lúxusloka seint.“

Lúxus bagu­ette með jarðarberj­um og brie er guðdómleg samsetning.
Lúxus bagu­ette með jarðarberj­um og brie er guðdómleg samsetning. mbl.is/Sæson.dk_Henrik Freek

Föstudagur – Kansas kjúklingur

„Ég hef alltaf verið veik fyrir barbeque-kjúkling og það er fátt sem toppar góðan kjúkling á föstudegi.“

Syndsamlega góður kjúklingur með BBQ-sósu sem bráðnar í munni.
Syndsamlega góður kjúklingur með BBQ-sósu sem bráðnar í munni.

 

Laugardagur – Lúxushamborgari með laukhringjum og fleira góðgæti

„Laugardagar eru oftast hamborgaradagar á mínu heimili og þá þarf að hafa þá smá gúrm.“

Fátt toppar lúxus hamborgara með dalahring og laukhringum.
Fátt toppar lúxus hamborgara með dalahring og laukhringum.

Sunnudagur – Nautasteik og bernaise og ostakaka í eftirrétt

„Á sunnudögum þarf maður að gera vel við sig og fátt er betra en naut og bernaise.“

Nautalund og bernaise er fullkomin tvenna á sunnudagskvöldi.
Nautalund og bernaise er fullkomin tvenna á sunnudagskvöldi. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

 

„Svo þegar við viljum gera extra vel við okkur þá smellum við í ljúffenga bakaða ostaköku sem gerir allt betra.“

Brennd basknesk ostakaka sem steinliggur. Ótrúlega einföld en fullkomlega rjómakennd …
Brennd basknesk ostakaka sem steinliggur. Ótrúlega einföld en fullkomlega rjómakennd ostakaka með brenndum toppi. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert