Vegan „Paris-Brest“ bollur fyrir sælkera

Vegan „Paris-Brest“ bollur með pralín og vanillurjómakremi sem upplagt er …
Vegan „Paris-Brest“ bollur með pralín og vanillurjómakremi sem upplagt er að baka og prófa fyrir bolludaginn stóra. Ljósmynd/Valla Gröndal

Þess­ar veg­an Par­is-Brest“ boll­ur með pralíni og vanill­ur­jómakremi eru sann­kallað augna­kon­fekt. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Val­gerðar Grétu Grön­dal, ávallt kölluð Valla, ástríðubak­ara sem held­ur úti upp­skrift­asíðunni Valla Grön­dal. Þær eru gerðar úr stökku smjör­deig með silkimjúku vanillukremi og heima­gerðu pralíni sem bráðnar í munni.

Valla var lengi að prófa sig áfram með gerð þess­ar­ar bollu og gerði ótal út­gáf­ur af henni. „Þessi út­gáfa kom lang best út. Boll­an sjálf er úr smjör­deigi sem er nán­ast án und­an­tekn­inga veg­an. Heima­gerða pralínið er gert úr ristuðum hesli­hnet­um og möndl­um og vanillukremið úr haframjólk og hafr­ar­jóma ásamt góðri vanillu og veg­an smjöri. Þessi sam­setn­ing er al­ger­lega him­nesk og ég skora á ykk­ur að prófa þessa dýrð,“ seg­ir Valla.

Vegan „Paris-Brest“ bollur fyrir sælkera

Vista Prenta

Veg­an Par­is-Brest“ boll­ur með pralín og vanill­ur­jómakremi

  • 2 rúll­ur smjör­deig
  • Veg­an vanillukrem (upp­skrift fyr­ir neðan)
  • Heima­gert Pralín (upp­skrift fyr­ir neðan)
  • Ristaðar hesli­hnet­ur til skrauts

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C blást­ur.
  2. Rúllið deig­inu út og skerið út kringl­ótt­ar kök­ur með móti eða glasi, stærðin fer eft­ir smekk en mér finnst betra að hafa þær ekki mikið stærri en 5 cm.
  3. Leggið kök­urn­ar á bök­un­ar­papp­ír, smyrjið hverja köku með hafr­ar­jóma og leggið aðra köku yfir. Penslið yfir efri kök­una með hafr­ar­jóma.
  4. Bakið í 15-20 mín­út­ur þar til boll­urn­ar eru orðnar gyllt­ar. Takið boll­urn­ar út og látið kólna.

Veg­an vanillukrem

  • 180 ml Oatly ikaf­fe haframjólk
  • 80 ml Oatly visp hafr­ar­jómi
  • ½ tsk. vanillu­korn
  • 35 g hrá­syk­ur
  • 30 g maísena mjöl
  • salt á hnífsoddi
  • 25 g veg­an smjör mjúkt

Aðferð:

  1. Setjið vanillu­korn, hrá­syk­ur, maísena mjöl og salt sam­an í skál.
  2. Setjið mjólk­ina og rjómann sam­an í pott og hitið að suðu.
  3. Hellið um ¼ af mjólk­inni út í syk­ur­blönd­una og hrærið vel. Hellið rest­inni sam­an við smám sam­an.
  4. Setjið blönd­una aft­ur í pott­inn og sjóðið við væg­an hita í 2-3 mín­út­ur þar til búðing­ur­inn þykkn­ar.
  5. Takið pott­inn af hell­unni og hrærið smjör­inu sam­an við með sleikju.
  6. Hellið búðingn­um í sigti og þrýstið hon­um með sleikju í gegn­um sigtið í skál.
  7. Setjið plast­filmu yfir og látið hana al­veg snerta yf­ir­borðið á búðingn­um svo það kom­ist ekki skán á hann.
  8. Kælið í að minnsta kosti 2-3 klukku­stund­ir áður en hann er notaður.

Hafr­ar­jóm­inn

  • 1 peli hafr­ar­jómi frá Oatly
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1 tsk. sítr­ónusafi 

Aðferð:

  1. Þeytið allt vel sam­an þar til rjóm­inn er stífþeytt­ur.

Pralín

  • 120 g möndl­ur
  • 120 g hesli­hnet­ur
  • 150 g syk­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 150°C blást­ur.
  2. Setjið bök­un­ar­papp­ír á plötu og dreifið hnet­un­um á plöt­una.
  3. Ristið í ofn­in­um í 15 mín­út­ur.
  4. Setjið hreint viska­stykki á borðið og hellið hnet­un­um á það. Nuddið hýðið af þeim með því að nudda þær sam­an viska­stykk­inu. At­hugið að hýðið fer ekki af möndl­un­um.
  5. Bræðið syk­ur­inn þar til hann verður og aðeins far­inn að dökkna, var­ist að brenna hann.
  6. Hellið yfir hnet­urn­ar og látið kólna al­veg.
  7. Setjið í mat­vinnslu­vél og vinnið í að minnsta kosti 10 mín­út­ur.
  8. Fyrst mylj­ast hnet­urn­ar með sykr­in­um og eru nán­ast eins og granóla, haldið áfram að láta vél­ina vinna og skafið niður á milli ef þarf. Hafið bara trú á ferl­inu, eft­ir nokkr­ar mín­út­ur fer þetta að breyt­ast í „smjör“, haldið þá áfram að vinna svo áferðin verði fín­leg á pralín­inu. 

Sam­setn­ing:

  1. Blandið sam­an krem­inu við rjómann í hlut­föll­un­um ¼ krem á móti ¾ rjóma.
  2. Kremið er frek­ar stíft beint úr kæli og það er gott að hræra aðeins í því áður en því er blandað sam­an við rjómann.
  3. Hlut­föll­in eru: 1 msk. krem á móti 4 msk. af rjóma.
  4. Það má auðvitað leika sér með hlut­föll­in eft­ir smekk. Mér finnst best að setja kremið á boll­una með því að setja það í sprautu­poka.
  5. Skerið bollu í tvennt.
  6. Smyrjið botn­inn með pralíni og sprautið vanillukremrjóma yfir.
  7. Setjið lokið á, sprautið smá rjómakremi á topp­inn og skreytið með ristuðum hesli­hnet­um.
  8. Berið fram og njótið við huggu­leg­heit í góðum fé­lags­skap.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert