Íslenska kokkalandsliðið á leið út á Ólympíuleikanna

Ólympíuleikarnir matreiðslu fara fram í Stuttgart í Þýskalandi, dagana 2. til 7. febrúar næstkomandi og munu færustu matreiðslumenn heims keppa um stærstu verðlaun keppnismatreiðslu. Miklar annir hafa verið hjá íslenska kokkalandsliðinu síðastliðna mánuði en það hefur æft stíft í tengslum við keppnina. Æfingarnar ru fram aðra hverja viku, þrjá til fjóra daga í senn þar sem hver æfing var um tíu til fjórtán klukkustundir hvorki meira né minna.

Ekkert annað en verðlaunasæti kemur til greina

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir yfirkokkur á Ion Adventure og landsliðsþjálfari kokkalandsliðsins er stórhuga með ákveðin markmið og segir ekkert annað en verðlaunasæti koma til greina. Íslenska kokkalandsliðið samanstendur af reynslumiklu keppnisfólki og einstaklingum sem flest eru að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti. Snædís er mikill reynslubolti á þessu sviði, hún verið tengd landsliðinu síðan árið 2016 og var í landsliðshópnum sem náði þriðja sæti á síðustu Ólympíuleikum, ásamt því meðal annars að keppa í Kokkur ársins, standa uppi sem sigurvegari í Eftirréttur ársins 2018 og vinna Artic Chef keppnina á Akureyri á þessu ári.

Íslenska kokkalandsliðið 2024 er á Ólympíuleikana í Stuttgart og ætla …
Íslenska kokkalandsliðið 2024 er á Ólympíuleikana í Stuttgart og ætla sér að fara alla leið. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Landsliðið keppir í tveimur greinum

Ólympíuleikarnir verða settir laugardaginn 3. febrúar næstkomandi og íslenska kokkalandsliðið mun keppa í tveimur greinum. Fyrri keppnisgreinin er „Chef´s table“, tólf manna 11 rétta matseðill og í hinni greininni þarf liðið að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns en þetta hefur liðið æft í allan vetur með framúrskarandi árangri.

Snædís kom í spjall á matarvefnum þar sem púlsinn á landsliðinu var tekinn fyrir komandi stórmót.

Hvernig hafa æfingarnar og undirbúningurinn fyrir Ólympíuleikana gengið í vetur hjá liðinu?

„Æfingarnar hafa gengið vel, ferlið er alltaf upp og niður í þróun sem er eðlilegt,“ segir Snædís.

Hversu margir æfingakvöldverðir voru teknir fyrir keppnisferðina að þessu sinni?

„Alls hafa verið 23 tímaæfingar hafa verið yfir allt tímabilið, bæði með Restaurant of Nations og Chef Table tímaæfingum.“

Hvað stendur upp úr eftir allan undirbúninginn?

„Hönnunarferlið á leirtaui stendur upp úr, sem og liðið. Ótrúlega gaman að sjá hvað allir eru vel upplagðir í verkefnið og tilbúnir að fara alla leið. Svo má ekki gleyma umgjörðinni og þátttöku aðstoðarmannanna sem hefur verið ómetanleg.“

Með baráttuandann að vopni

Hvernig er stemningin í mannskapnum?

„Hún er alveg geggjuð, það er eitthvað í loftinu. Frábær andi í hópnum, allir klárir og spenntir á að fara út og gefa sig alla í verkefnið. Liðsheildin er góð og allir eru með sama markmið, með gleðina og baráttuandann að vopni.“

Nú er þið á leið út á föstudaginn og keppnin?

„Ekki spurning, við horfum bara á pallinn, það er eina sem við gerum. Spennan er í hámarki og við bíðum öll eftir að sýna hvað í okkur býr.“

Er stór hópur sem mun fylgja ykkur út og hvetja til dáða?

„Það eru rosalega margir að koma út að fylgjast með keppninni, hátt í 30 manns. Aldrei áður hafa jafn margir sem hafa fylgt liðinu sem er ótrúlega skemmtilegt og gefur okkur extra kraft til að ná þeim árangri sem við höfum sett okkur. Maður kemst aldrei einn á toppinn, allt þetta teymi sem hefur staðið að bak við okkur á stóran hlut í því sem koma skal,“ segir Snædís.

Landsliðið saman stendur af eftirfarandi matreiðslumönnum ásamt landsliðsþjálfaranum Snædísi: 

Ísaki Aroni Jóhannssyni fyrirliða en hann starfar hjá Zak veitingum og hefur mikla keppnisreynslu. Hann hefur verið í landsliðshópnum síðan 2019. Hann bar sigur úr býtum í keppninni um eftirrétt ársins 2022 og varð í fjórða sæti í keppninni um kokk ársins sama ár.

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er landsliðsþjálfari kokkalandsliðsins og er stórhuga …
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er landsliðsþjálfari kokkalandsliðsins og er stórhuga með ákveðin markmið og segir ekkert annað en verðlaunasæti koma til greina. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Bjarka Snæ Þorsteinssyni hjá Lux veitingar. Bjarki hefur tekið þátt í keppnunum um eftirrétt ársins, Matreiðslunemi ársins og Nordic Green Chef.

Ísak Aron Jóhannsson er fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins.
Ísak Aron Jóhannsson er fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Erlu Þóru Bergmann Pálmadóttur, matreiðslumanni en hún hefur tekið þátt í keppninni Eftirréttur ársins og verið í kokklandsliðinu frá árinu 2021.

Bjarki Snær Þorsteinsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
Bjarki Snær Þorsteinsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Gabríel Kristni Bjarnasyni matreiðslumanni sem starfar hjá Fastus. Gabríel sigraði keppnina Nordic Young Chef 2021, hefur náð þriðja sæti í keppninni um Kokkur ársins og unnið Íslensku nemakeppnina ásamt því að vera aðstoðarmaður í Bocuse´dor

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Huga Rafni Stefánssyni, sjálfstætt starfandi matreiðslumanni, hann hefur sigrað í íslensku nemakeppninni í matreiðslu og verið aðstoðarmaður í Bocuse´dor keppninni.

Gabríel Kristinn Bjarnason meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
Gabríel Kristinn Bjarnason meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Jafeti Bergmann Viðarssyni matreiðslumanni á Torfús Retreat. Hann hefur tekið þátt í keppninni Eftirréttur ársins og Matreiðslunemi ársins.

Hugi Rafn Stefánsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
Hugi Rafn Stefánsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Kristínu Birtu Ólafsdóttur matreiðslumanni á Hótel Reykjavík Grand. Kristín fyrrum sigurvegari í Íslensku nemakeppninni og tekið þátt í keppninni um Eftirréttur ársins ásamt því að lenda í þriðja sæti á Íslandsmóti iðngreina.

Jafet Bergmann Viðarsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
Jafet Bergmann Viðarsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

María Shramko, Bakarameistaranum, er reynslubolti í keppnismatreiðslu en hún hefur unnið til fleiri en hundrað verðlauna á stórmótum og er viðurkenndur dómari.

Kristin Birta Ólafsdóttir meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
Kristin Birta Ólafsdóttir meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Ólöf Ólafsdóttir Head pastry chef á veitingastaðnum Monkeys. Ólöf vann í keppninni um eftirrétt ársins 2021.

María Shramko meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
María Shramko meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Úlfari Erni Úlfarssyni matreiðslumanni, sem er sjálfstætt starfandi. Úlfar hefur keppt í keppninni um Eftirréttur ársins og verið í Bocude´dor teyminu.

Ólöf Ólafsdóttir meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
Ólöf Ólafsdóttir meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Íslenska kokkalandsliðinu verður fylgt vel eftir og fréttir af gengi liðsins munu vera birtar á matarvefnum jafn óðum og þær berast. Íslenska þjóðin mun fylgjast spennt með gengi liðsins og hvetja það til dáða í matargerðinni.

Úlfar Örn Úlfarsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu.
Úlfar Örn Úlfarsson meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert