Vatnsdeigsbollur með Rice Krispies-miðju

Einn ástsælasti matarbloggarinn okkar er búin að fullkomna vatnsdeigsbollur með …
Einn ástsælasti matarbloggarinn okkar er búin að fullkomna vatnsdeigsbollur með bananarjóma og súkkaðihúðuðu Rice Krispies sem slær öll met. Samsett mynd

Hver man ekki eft­ir Rice Krispies köku með ban­an­ar­jóma og kara­mellu? Auðvitað er snill­ing­ur­inn, hún Berg­lind Hreiðars, einn ást­sæl­asti mat­ar- og köku­blogg­ari lands­ins búin að setja þá köku inn í vatns­deigs­bollu sem slær öll met.

Berg­lind deildi með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram-síðu sinni aðferðinni og freistaði þeirra með þess­ari dýrð. 

Eins og Berg­lind nefn­ir má út­búa sjálf­ur vatns­deigs­boll­ur eða hrein­lega kaupa þær til­bún­ar og setja þetta sam­an.

Það er einnig hægt að fá til­búna þykka kara­mellusósu víða og með því getið þið stytt ykk­ur enn frek­ar leið að þess­ari dá­semd. Samt er ákveðin stemn­ing að gera þetta sjálf­ur og líka hafa sitt hand­bragð á góðgæt­inu.

Þessar vatnsdeigsbollur eru algjört sælgæti.
Þess­ar vatns­deigs­boll­ur eru al­gjört sæl­gæti. Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars

Vatnsdeigsbollur með Rice Krispies-miðju

Vista Prenta

Vatns­deigs­boll­ur með Rice Krispies-miðju

Um 15 stykki

Vatns­deigs­boll­ur

  • 360 ml vatn
  • 180 g smjör
  • 200 g hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • ¼ tsk. salt
  • 3 egg (160 g)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Blandið hveiti, lyfti­dufti og salti sam­an í skál og leggið til hliðar.
  3. Pískið egg­in í skál, vigtið og geymið. Ef egg­in eru lít­il gæti þurft aðeins meira en 3 egg.
  4. Hitið vatn og smjör sam­an í potti þar til smjörið bráðnar og leyfið aðeins að sjóða, slökkvið þá á hell­unni.
  5. Setjið þur­refn­in sam­an við og hrærið vel þar til „smjör­bolla“ mynd­ast.
  6. Færið þá deigið yfir í hræri­vél­ar­skál­ina og hrærið ró­lega með K-inu þar til mesti hit­inn er far­inn út því.
  7. Bætið þá eggj­un­um sam­an við í nokkr­um skömmt­um og hrærið áfram sam­an.
  8. Setjið þá kúfaða mat­skeið á bök­un­ar­papp­ír fyr­ir hverja bollu (ég notaði litla ís­skeið) og bakið í 30-35 mín­út­ur eða þar til boll­urn­ar verða vel gyllt­ar. Alls ekki opna ofn­inn til að kíkja á þær/​botn­inn fyrr en í fyrsta lagi eft­ir 25 mín­út­ur því þá eru meiri lík­ur á því að þær falli.
  9. Leyfið boll­un­um að kólna, skerið þær í sund­ur og hefj­ist handa við fyll­ing­arn­ar (sjá hér að neðan).

Rice Krispies miðja

  • 150 g Síríus suðusúkkulaði
  • 40 g smjör
  • 150 g síróp (í grænu flösk­unni)
  • 100 g Rice Krispies

Aðferð:

  1. Hitið Síríus suðusúkkulaði, smjör og síróp sam­an í potti þar til bráðið, leyfið að bubbla í smá stund og slökkvið síðan á hell­unni og leyfið hit­an­um aðeins að rjúka úr blönd­unni.
  2. Blandið Rice Krispies næst sam­an við og setjið síðan væna mat­skeið af hrís­blöndu ofan á neðri helm­ing­inn á hverri bollu.

Ban­ana rjóma­fyll­ing

  • 400 ml rjómi
  • 1 stór ban­ani (eða 2 minni)

Aðferð:

  1. Þeytið rjómann og skerið ban­ana í litla bita, vefjið þeim sam­an við rjómann með sleikju.
  2. Setjið vel af ban­an­ar­jóma ofan hrís­kökumiðjuna og lokið boll­unni þá með efri hlut­an­um og setjið kara­mellu + Síríus kara­melluk­url ofan á (sjá upp­skrift að neðan).

Kara­mella og skraut

  • 150 g syk­ur
  • 60 g smjör við stofu­hita
  • 80 ml rjómi
  • ½ tsk. salt
  • Síríus kara­melluk­url

Aðferð:

  1. Bræðið syk­ur­inn á pönnu, bætið smjör­inu sam­an við og hrærið vel þar til bráðið og búbbl­ar.
  2. Hellið þá rjóm­an­um sam­an við, hrærið áfram vel og leyfið að sjóða sam­an í um hálfa mín­útu, slökkvið þá á hell­unni, bætið salt­inu sam­an við og hellið kara­mell­unni yfir í skál. Leyfið henni að ná stofu­hita, við það þykkn­ar hún.
  3. Setjið kúfaða te­skeið af kara­mellu á hverja bollu og stráið síðan Síríus kara­melluk­urli yfir til skrauts.
  4. Ef kara­mell­an bíður lengi og verður of þykk hjá ykk­ur þá má setja hana í ör­bylgju­ofn í um 15 sek­únd­ur á meðallág­um hita og hræra hana upp aft­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert