Snædís mætt með kokkalandsliðið út

Íslenska kokkalandsliðið kom til Stuttgart í gær en Ólympíuleikarnir í matreiðslu voru settir þar í gær klukkan 17:00. Kokkalandsliðið er mætt til að bæta árangurinn sinn á síðustu Ólympíuleikum þar sem liðið náði þriðja sætinu sem er besti árangur Íslands í Ólympíuleikunum til þessa.

Snædís ræddi við myndatökumann í morgun

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir landsliðsþjálfari leiðir liðið í þessu ferðalagi. Hún segir ekkert annað en verðlaunasæti koma til greina. Hópurinn samanstandi af reynslumiklu keppnisfólki sem og einstaklingum sem eru að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti. Snædís gaf sér tíma í morgun til að ræða við myndatökumann frá Morgunblaðinu.

Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni til Stuttgart á Ólympíuleikanna í matreiðslu …
Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni til Stuttgart á Ólympíuleikanna í matreiðslu 2024. Ljósmynd/Kokkalandsliðið

Ætlum alla leið

Snædís hefur lengi verið tengd keppnismatreiðslu en hún tók að sér þjálfun liðsins fyrr á þessu ári.  „Við ætlum okkur alla leið, þessi hópur er tilbúinn að leggja gríðarlega mikið á sig til að ná sem bestum árangri,“ segir Snædís og bendir á að æfingar hafi farið fram aðra hverja viku, þrjá til fjóra daga í senn þar sem hver æfing hafi verið um tíu til fjórtán klukkustundir.

Íslenska kokkalandsliðið lent í Frankfurt en liðið flug út með …
Íslenska kokkalandsliðið lent í Frankfurt en liðið flug út með Icelandair. Síðan lá leiðinni beintí rútu til Stuttgart þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Ljósmynd/Kokkalandsliðið
Gleðin var við völd í rútunni á leiðinni til Stuttgart.
Gleðin var við völd í rútunni á leiðinni til Stuttgart. Ljósmynd/Kokkalandsliðið
Kvöldverður snæddur við komuna til Stuttgart.
Kvöldverður snæddur við komuna til Stuttgart. Ljósmynd/Kokkalandsliðið
Mætt við fyrsta hanagal í undirbúning fyrir keppnina. Hráefnið vigta …
Mætt við fyrsta hanagal í undirbúning fyrir keppnina. Hráefnið vigta og sorterað fyrir keppnina. Ljósmynd/Kokkalandsliðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert