Fyrri keppnisdagurinn hafinn með pomp og prakt

Stemningin í liðinu fyrir keppnina er rafmögnuð.
Stemningin í liðinu fyrir keppnina er rafmögnuð. Ljósmynd/Íslenska kokkalandsliðið

Íslenska kokkalandsliðið keppir í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikunum í Stuttgart í dag. Liðið kom til Þýskalands á fimmtudag og dagurinn í gær fór í undirbúning. Liðið hóf keppni klukkan 14:00 á staðartíma og lýkur leik um klukkan 23:00 á staðar í kvöld. Úrslit dagsins munu liggja fyrir um miðjan dag á morgun. Svo er seinni keppnisdagur liðsins á þriðjudag en loka úrslit verða kynnt á miðvikudag. 

Það var stemmning fyrirfram íslenska keppniseldhúsið sem kallast „búrið“ þegar …
Það var stemmning fyrirfram íslenska keppniseldhúsið sem kallast „búrið“ þegar keppnin hófst í dag. Ljósmynd/Íslenska kokkalandsliðið

Besti árangur liðsins þriðja sætið til þessa

Íslenska kokkalandsliðið saman­stendur af reynslumiklu keppnisfólki og einstaklingum sem flest eru að fara að keppa á sínu fyrsta stórmóti. Liðstjóri Kokkalandsliðsins í ár er Ísak Aron Jóhannsson. Ísak hefur verið í landsliðshópnum síðan 2019. Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er landsliðsþjálfari hún var liðstjóri í landsliðshópnum sem náði þriðja sæti á síðustu Ólympíuleikum árið 2020 en það er besti árangur Íslands til þessa.

Sigrún Hafsteinsdóttir, Úlfar Finnbjörnsson matreiðsumeistari og Sigurður Helgason matreiðslumeistari heilsuðu …
Sigrún Hafsteinsdóttir, Úlfar Finnbjörnsson matreiðsumeistari og Sigurður Helgason matreiðslumeistari heilsuðu upp á Snædísi Xyza Mae Jónsdóttur þjálfara íslenska kokklandsliðisins, Erlu Þóru Bergmann Pálmadóttur, Ólöfu Ólafsdóttur og Kristínu Birtu Ólafsdóttur meðlimi kokkalandsliðisins fyrir utan keppniseldhús íslenska Kokkalandsliðsins fyrr í dag, búrið fræga þar sem hlutirnir gerast. Ljósmynd/Íslenska kokkalandsliðið
Landsliðið á leiðinni í búrið, tilbúið að takast á við …
Landsliðið á leiðinni í búrið, tilbúið að takast á við fyrri keppnisgreinina á Ólympíuleikunum. Ljósmynd/Íslenska kokkalandsliðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert